Enski boltinn

Pochettino: Eins og úrslitaleikur

Dagur Lárusson skrifar
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino. vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að leikur liðsins í dag gegn Leicester muni skera úr um það hvort að liðið eigi möguleika á því að vinna titilinn.

 

Tottenham hefur neitað að gefast upp í titilbaráttunni við Manchester City og Liverpool og hefur náð góðum úrslitum að undanförnu án leikmanna eins og Kane, Alli og Son.

 

Pochettino lítur á leikinn í dag gegn Leicester sem nokkurns konar úrslitaleik.

 

„Við munum sjá hvort við munum geta náð þremur stigum á sunnudaginn. Við verðum að vinna, fyrir mér þá er þetta eins og úrslitaleikur.“

 

„Það eru mikið af jákvæðum hlutum að fara að gerast hjá okkur á næstunni eins og t.d. fljót endurhæfing bæði hjá Dele Alli og Harry Kane. Þeir munu gefa okkur meiri möguleika í liðsvali og gera okkur öflugri í hvaða baráttu sem er.“

 

Tottenham er nú eins og er fimm stigum á eftir Manchester City og átta stigum á eftir Liverpool en komast nær með sigri í dag en leikurinn hefst klukkan 13:30. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×