Körfubolti

Cleveland vann loksins leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rodney Hood, leikmaður Cleveland, fagnar í nótt.
Rodney Hood, leikmaður Cleveland, fagnar í nótt. vísir/getty
Þetta er búinn að vera ansi þungur vetur hjá Cleveland Cavaliers en liðið er hvorki fugl né fiskur eftir að hafa misst LeBron James og fleiri.

Sigurleikir vetrarins voru aðeins tíu fyrir leik næturinnar. Þá kom sætur sigur gegn Washington en þetta er aðeins ellefti sigur Cavs sem var með lélegasta árangur deildarinnar fyrir leikinn. Knicks hefur nú unnið fæsta leiki.

Cleveland var búið að tapa sex leikjum í röð og er nú í næstneðsta sæti Austurdeildarinnar en þó búið að vinna jafn marga leiki og Chicago Bulls.

Giannis Antetokounmpo fór mikinn venju samkvæmt í liði Bucks í nótt er liðið skellti Detroit. Hann skoraði 21 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 8 fráköst.

James Harden skoraði 37 stig og tók 11 fráköst fyrir Houston sem varð að sætta sig við tap gegn New Orleans en sigurinn hefur hjálpað til við að létta stemninguna hjá Pelicans eftir lætin síðustu daga eftir að Anthony Davis bað um að fá að fara.

Úrslit:

Cleveland-Washington  116-113

Detroit-Milwaukee  105-115

Orlando-Oklahoma City  117-126

Brooklyn-Chicago  122-117

Houston-New Orleans  116-121

San Antonio-Phoenix  126-124

LA Lakers-Philadelphia  105-121

Staðan í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×