Viðskipti innlent

Kolfinna Von segir styrkumsóknir sameinaðar

Birgir Olgeirsson skrifar
Kolfinna Von Arnardóttir, eigandi RFF
Kolfinna Von Arnardóttir, eigandi RFF Vísir/Vilhelm

Kolfinna Von Arnardóttir, eigandi Reykjavík Fashion Festival, segir í færslu á Facebook að ákveðið hefði verið að sameina styrkumsókn til Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 og 2019. Þetta segir hún eftir að greint var frá því að hátíðin hefði fengið einnar milljónar króna styrk frá borginni í fyrra þrátt fyrir að hátíðin hefði ekki verið haldin. 

Kolfinna boðar í sömu færslu að hátíðin fari fram í vor.

Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að ákveðið hefði verið að fresta úthlutun til verkefnisins fyrir árið í ár á meðan málið sé skoðað. Faghópur hafði lagt til að hátíðin fengi eina og hálfa milljón krónur í styrk í ár, en Kolfinna segir á Facebook að ekki muni koma til þess því þau hefðu ákveðið að sameina styrkumsóknirnar fyrir árið 2018 og 2019. Styrkurinn sem fékkst því fyrir árið 2018, fyrir hátíð sem fór ekki fram, mun því færast yfir á 2019 að hennar sögn og sé alvanalegt.

„Það er von okkar sem stöndum að RFF að hátíðin í vor verði glæsileg og við hlökkum til að deila með ykkur undirbúningi og drögum að dagskrá fljótlega. Ég verð því miður að valda þeim vonbrigðum sem eru að leita að dýrum höfundaréttarvörðum stráum eða pálmatrjám í þessu máli,“ segir Kolfinna Von í færslunni. 


Tengdar fréttir

Fékk milljón í styrk en hátíðin fór aldrei fram

Reykjavík Fashion Festival fékk milljón króna styrk frá borginni í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Vegna þessa hefur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð frestað úthlutun sem hátíðin fékk fyrir árið 2019.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
1,8
8
158.611
SIMINN
0,81
6
116.074
HAGA
0,46
10
127.950
SYN
0,25
2
19.725
REGINN
0,24
5
46.506

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-3,51
11
103.338
ORIGO
-2,48
5
26.396
ICEAIR
-1,61
43
300.805
VIS
-1,38
11
111.491
TM
-0,73
3
41.050
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.