Fótbolti

Neymar missir af báðum leikjunum á móti Man. Utd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar.
Neymar. Getty/Xavier Laine
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, þarf ekki að hafa áhyggjur af Brasilíumanninum Neymar þegar hann undirbýr lið Manchester United fyrir leiki á móti Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Meiðslin sem Neymar varð fyrir á dögunum eru það alvarleg að hann verður frá í tíu vikur en Brassinn meiddist á hægri fæti.





Neymar meiddist í bikarleik á móti Strasbourg 23. janúar síðastliðinn og strax var óttast um þátttöku hans í fyrri leiknum á móti Manchester United. Neymar missir ekki bara af þeim leik heldur báðum leikjunum.

Paris Saint Germain tók þá ákvörðun að fara varlega með Neymar og gefa honum allan nauðsynlegan tíma til að ná sér af þessum meiðslum.

PSG kemur á Old Tafford í fyrri leikinn 12. febrúar en seinni leikurinn er síðan í París 6. mars.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×