Íslenski boltinn

Geir um ummæli Ceferin: Má segja að þetta sé skandall

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Geir Þorsteinsson.
Geir Þorsteinsson. vísir/anton
Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er allt annað en sáttur við ummæli forseta UEFA, Aleksander Ceferin, á Vísi í morgun.

Þar mærir Ceferin formann KSÍ, Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir. Flestir líta svo á að þetta sé óformleg stuðningsyfirlýsing við Guðna og Geir kann ekki að meta þessa afskiptasemi Slóvenans.

„Þetta eru freklegt afskipti af knattspyrnumálefnum á Íslandi og það er dæmigert hjá Austur-Evrópumanninum að gera þetta,“ sagði Geir illur í Miðjunni hjá fótbolta.net í dag en þátturinn var tekinn upp skömmu eftir að viðtalið við Ceferin birtist á Vísi.

„Svona getur formaður UEFA ekki unnið og það má segja að þetta sé skandall. Hann fer langt út fyrir siðareglur og sitt umboð og vald. Þetta er dálítið í takt við það hvernig menn hafa stjórnað málum í Austur-Evrópu og ég er mjög ósáttur við þetta.“

Heyra má spjallið við Geir og Guðna hér.


Tengdar fréttir

Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×