Lóan og landslagsmyndir áberandi í nýrri útgáfu íslenskra vegabréfa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 07:18 Helstu breytingar felast í auknu öryggi í framleiðslukerfi og vegabréfabókum en útlit breytist einnig. Þjóðskrá Framleiðsla á nýrri útgáfu af íslenskum vegabréfum hefst á morgun, föstudaginn 1. febrúar, hjá Þjóðskrá Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá en þar segir að eldri vegabréf haldi gildi sínu þar til þau renna út og því þarf ekki að sækja um nýtt vegabréf nema það eldra sé ekki lengur í gildi. Undirbúningur fyrir útgáfu nýrra hófst árið 2015. Stofnkostnaður verkefnisins var um 200 milljónir króna og var fjármagnaður af Landamærasjóði ESB, dómsmálaráðuneytinu og Þjóðskrá Íslands. Á myndinni má sjá allar útgáfur íslenskra vegabréfa.Þjóðskrá Kápan heldur bláa litnum „Helstu breytingar felast í auknu öryggi í framleiðslukerfi og vegabréfabókum en útlit breytist einnig. Helstu útlitsbreytingarnar felast í landslagsmyndum á hverri opnu, úr öllum landshlutum, ásamt staðsetningu þeirra á korti. Heiðlóan er jafnframt áberandi, en kápan heldur bláa litnum sem hefur einkennt íslensk vegabréf. Með nýrri útgáfu af íslenska vegabréfinu er verið að auka öryggi í útgáfu vegabréfa á Íslandi í samræmi við auknar kröfur og alþjóðlega staðla. Undirbúningur fyrir útboð hófst fyrir um tveimur árum en um var að ræða þrenns konar útboð, þ.e. á framleiðslukerfi, vegabréfabókum og traustvottorðakerfi. Að öðru leyti helst öll þjónusta við útgáfu vegabréfa óbreytt. Sótt er um vegabréf hjá embætti sýslumanna og verð á vegabréfum helst óbreytt. Afgreiðslutími vegabréfa er 2 virkir dagar. Nánari upplýsingar um útgáfu vegabréfa má finna á vegabref.is,“ segir í tilkynningu Þjóðskrár. Dómsmálaráðherra og forstjóri Þjóðskrár með nýja útgáfu af íslenska vegabréfinu.Þjóðskrá Verkefnið klárast innan þeirra áætlana sem lagt var upp með Þar er einnig haft eftir Margréti Hauksdóttur, forstjóra stofnunarinnar, að þar á bæ séu menn spenntir fyrir því að taka í notkun nýtt framleiðslukerfi vegabréfa. „Einnig er útlit nýrra vegabréfa með aðeins breyttu sniði sem mikil vinna hefur verið lögð í og við erum afar ánægð með. Þessar breytingar marka tímamót sérstaklega að því leyti að þarna er verið að taka skref í átt að auknu öryggi bæði hvað varðar framleiðsluferlið og vegabréfabækurnar. Þetta er flókið og mikilvægt verkefni sem við erum afar stolt af,“ segir Margrét. Þá er haft eftir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að Þjóðskrá hafi staðið vel að breytingum á útgáfu vegabréfa síðastliðin fjögur ár. „Breytingarnar auka öryggi íslenskra vegabréfa en mikilvægt er að við séum ávallt vakandi fyrir nýjum leiðum til að tryggja öryggi á þessum vettvangi í takti við alþjóðlegar kröfur og staðla. Það hefur verið ánægjulegt að sjá verkinu vinda fram hratt og örugglega en það klárast nú innan þeirra áætlana sem lagt var upp með. Þá er einnig gott að sjá þann mikla árangur sem náðst hefur við að stytta afgreiðslutíma vegabréfa, sem er nú aðeins 2 dagar,“ segir Sigríður. Stjórnsýsla Lóan er komin Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Framleiðsla á nýrri útgáfu af íslenskum vegabréfum hefst á morgun, föstudaginn 1. febrúar, hjá Þjóðskrá Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá en þar segir að eldri vegabréf haldi gildi sínu þar til þau renna út og því þarf ekki að sækja um nýtt vegabréf nema það eldra sé ekki lengur í gildi. Undirbúningur fyrir útgáfu nýrra hófst árið 2015. Stofnkostnaður verkefnisins var um 200 milljónir króna og var fjármagnaður af Landamærasjóði ESB, dómsmálaráðuneytinu og Þjóðskrá Íslands. Á myndinni má sjá allar útgáfur íslenskra vegabréfa.Þjóðskrá Kápan heldur bláa litnum „Helstu breytingar felast í auknu öryggi í framleiðslukerfi og vegabréfabókum en útlit breytist einnig. Helstu útlitsbreytingarnar felast í landslagsmyndum á hverri opnu, úr öllum landshlutum, ásamt staðsetningu þeirra á korti. Heiðlóan er jafnframt áberandi, en kápan heldur bláa litnum sem hefur einkennt íslensk vegabréf. Með nýrri útgáfu af íslenska vegabréfinu er verið að auka öryggi í útgáfu vegabréfa á Íslandi í samræmi við auknar kröfur og alþjóðlega staðla. Undirbúningur fyrir útboð hófst fyrir um tveimur árum en um var að ræða þrenns konar útboð, þ.e. á framleiðslukerfi, vegabréfabókum og traustvottorðakerfi. Að öðru leyti helst öll þjónusta við útgáfu vegabréfa óbreytt. Sótt er um vegabréf hjá embætti sýslumanna og verð á vegabréfum helst óbreytt. Afgreiðslutími vegabréfa er 2 virkir dagar. Nánari upplýsingar um útgáfu vegabréfa má finna á vegabref.is,“ segir í tilkynningu Þjóðskrár. Dómsmálaráðherra og forstjóri Þjóðskrár með nýja útgáfu af íslenska vegabréfinu.Þjóðskrá Verkefnið klárast innan þeirra áætlana sem lagt var upp með Þar er einnig haft eftir Margréti Hauksdóttur, forstjóra stofnunarinnar, að þar á bæ séu menn spenntir fyrir því að taka í notkun nýtt framleiðslukerfi vegabréfa. „Einnig er útlit nýrra vegabréfa með aðeins breyttu sniði sem mikil vinna hefur verið lögð í og við erum afar ánægð með. Þessar breytingar marka tímamót sérstaklega að því leyti að þarna er verið að taka skref í átt að auknu öryggi bæði hvað varðar framleiðsluferlið og vegabréfabækurnar. Þetta er flókið og mikilvægt verkefni sem við erum afar stolt af,“ segir Margrét. Þá er haft eftir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að Þjóðskrá hafi staðið vel að breytingum á útgáfu vegabréfa síðastliðin fjögur ár. „Breytingarnar auka öryggi íslenskra vegabréfa en mikilvægt er að við séum ávallt vakandi fyrir nýjum leiðum til að tryggja öryggi á þessum vettvangi í takti við alþjóðlegar kröfur og staðla. Það hefur verið ánægjulegt að sjá verkinu vinda fram hratt og örugglega en það klárast nú innan þeirra áætlana sem lagt var upp með. Þá er einnig gott að sjá þann mikla árangur sem náðst hefur við að stytta afgreiðslutíma vegabréfa, sem er nú aðeins 2 dagar,“ segir Sigríður.
Stjórnsýsla Lóan er komin Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira