Innlent

Frost um og yfir 20 stigum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er afar kalt á landinu þessa dagana.
Það er afar kalt á landinu þessa dagana. vísir/vilhelm
Það verður áfram kalt í veðri í dag og ákveðin norðanátt á landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Getur frost verið um og yfir 20 stigum inn til landsins.

Búast má við éljum eða snjókomu á norðanverðu landinu en björtu veðri syðra. Þá lægir víða og léttir til á laugardag en seint þá um kvöldið koma smálægðir að suðurströndinni. Þeim fylgir éljaloft sem helst á þeim slóðum fram á mánudag.

Veðurhorfur á landinu:

Norðlæg átt, víða 5-13 m/s en 10-15 við A-ströndina. Hægari V-til á morgun. Él á N-verðu landinu og snjókoma um tíma NA-til fram að hádegi, en yfirleitt léttskýjað syðra. Frost 2 til 16 stig, kaldast í innsveitum.

Á föstudag:

Norðlæg átt, 3-8 m/s, en 8-13 og á A-verðu landinu. Víða él eða dálítil snjókoma, léttskýjað S- og V-lands. Frost 7 til 15 stig að deginum, en kólnar síðan enn meir.

Á laugardag:

Hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él við sjávarsíðuna. Frost víða 10 til 20 stig, kaldast í innsveitum nyrðra. Vaxandi austlæg átt syðra, þykknar upp og dregur úr frosti þar.

Á sunnudag og mánudag:

Austlæg átt, 10-15 m/s og snjókoma eða él syðst á landinu, en annars mun hægari og yfirleitt bjartviðri. Áfram kalt í veðri, einkum N-til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×