Enski boltinn

Nákvæmlega eitt ár af engum nýjum leikmönnum hjá Tottenham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettino og lærisveinar hans.
Pochettino og lærisveinar hans.
Í gær var liðið heilt ár frá því að Tottenham keypti síðast leikmann í aðalliðið hjá sér en það er afar óvenjulegt eins og fótboltinn er í dag.

Á lokadegi gluggans í janúar 2018 þá var Lucas Moura keyptur til félagsins fyrir um 25 milljónir punda frá PSG en hann hefur gert það gott í liði Tottenham síðan þá.

Ekkert keypti Tottenham síðasta sumar og var mikið rætt og ritað um þessa stefnu félagsins en talað var um að sjóðir félagsins væru tómir. Þeir færu allir í það að byggja upp nýjan leikvang sem er í óða önn að verða klár.

Eins og áður segir var ekkert keypt sumarið 2018 og Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar rætt um þessa stefnu félagsins en Daniel Levy, stjórnarformaður félagsins, hefur látið sér fátt um finnast.

Þegar klukkan var 18:34 í Englandi í gær var nákvæmlega ár frá því að Lucas Moura skrifaði undir en Sqawka-veitan á Twitter sló á létta strengi eins og má sjá hér að neðan.

Þrátt fyrir að hafa ekkert keypt í heilt ár þá hefur Tottenham gert vel síðustu tvö tímabil. Liðið er nú sjö stigum á eftir toppliði Liverpool og þremur stigum á eftir Manchester City sem er í öðru sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×