Handbolti

Tæplega átta milljónir horfðu á strákana okkar í Þýskalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Áhorfendur í Köln í gær skemmtu sér yfir leiknum gegn Íslandi.
Áhorfendur í Köln í gær skemmtu sér yfir leiknum gegn Íslandi. Vísir/EPA
Gríðarlega mikill áhugi er á þýska landsliðinu í handbolta en leikir liðsins á HM í handbolta hafa fengið mikið sjónvarpsáhorf.

Í gær fylgdust 7,87 milljónir sjónvarpsáhorfenda með leik Þýskalands og Íslands sem Þjóðverjar unnu, 24-19, sem er um 24,5% markaðshlutdeild. Enginn annar dagskrárliður fékk meira áhorf í þýsku sjónvarpi í gær.

Það var frábær stemning í Lanxess Arena í Köln í gær þar sem tæplega 20 þúsund áhorfendur voru á bandi þýska liðsins. Íslendingar stóðu þó lengi vel í þýska liðinu en meiðsli Arons Pálmarssonar og Arnórs Þór Gunnarssonar settu þó strik í reikninginn.

Þýskaland er ásamt Frakkland efst í milliriðli 1 með fimm stig. Þjóðverjar spila ekki í dag en mæta næst Króötum annað kvöld. Með sigri í þeim leik taka Þjóðverjar risastórt skref í átt að undanúrslitum keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×