Innlent

Gríðarlöng bílaröð myndaðist á Borgarfjarðarbrú

Birgir Olgeirsson skrifar
Röðin á Borgarfjarðarbrú.
Röðin á Borgarfjarðarbrú. Vísir
Ferðalangar á leið til Reykjavíkur þurftu að gera sér það að góðu að bíða í Borgarnesi eftir að ákveðið var að loka Vesturlandsvegi, á milli Mosfellsbæjar og Þingvallavegs, vegna veðurs í kvöld. Höfðu margir verið á faraldsfæti þessa helgi og meðal annars brugðið sér á skíði til Dalvíkur. 

Ákváðu þónokkrir ökumenn að bíða á Borgarfjarðarbrú eftir að Vesturlandsvegur yrði opnaður og myndaðist þá afar löng röð bíla á brúnni. Er talið að á annað hundrað bílar hafi verið á brúnni þegar mest var.  

Opnað var á ný fyrir umferð um Vesturlandsveg á ellefta tímanum í kvöld eftir að hafa verið lokað um kvöldmatarleytið. Streyma nú ferðalangar aftur til höfuðborgarsvæðisins.

Viðbragðsaðili sem var að störfum á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi sagði við fréttastofu fyrr í kvöld að blindbylur hefði verið á svæðinu. Tvær rútur og sjúkrabíll fuku af veginum fyrr í kvöld. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×