Lífið

Peter tók óvænt dúett: Faðir hans samdi lagið fyrir Tom Jones á sínum tíma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jones stóð upp í stólnum og söng lagið fallega.
Jones stóð upp í stólnum og söng lagið fallega.
Peter Donegan mætti í blindu áheyrnaprufurnar í bresku útgáfunni af The Voice á dögunum og tók lagið Bless the Broken Road.

Eina dómarinn sem sneri sér við í stólnum var Sir Tom Jones en hann heyrði greinilega eitthvað sem honum líkaði við.

Það sem kom upp úr krafsinu eftir prufuna var að Lonnie Donegan, faðir Peter, hafði unnið töluvert með Tom Jones á sínum tíma. Donegan eldri lést árið 2002 aðeins 71 árs.

Donegan hafði þá samið lagið I'll Never Fall In Love Again fyrir Tom Jones og áður en sá yngri vissi af var hann farinn að syngja dúett með sjálfum Tom Jones á sviðinu.

Hér að neðan má sjá prufuna sjálfa og síðan umræddan dúett.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×