Enski boltinn

Gamli kennarinn hans James Milner rak hann af velli um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Milner strunsar af velli.
James Milner strunsar af velli. Getty/Visionhaus
Gamall íþróttakennari James Milner kom heldur betur í sögu í leik Liverpool á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Liverpool endaði leikinn manni færri eftir að James Milner var rekinn af velli en sem betur fer fyrir Milner þá tókst liðsfélögum hans að landa 4-3 sigri tíu á móti ellefu.





Dómari leiksins var Jon Moss en nú eru komnar fram frekari upplýsingar um tengsl á milli Jon Moss og James Milner.

Það kom nefnilega upp úr krafsinu að Jon Moss er gamli leikfimikennarinn hans James Milner.

Jon Moss gaf Milner tvö gul spjöld á stuttum tíma og það seinna fyrir brot á Crystal Palace manninum Wilfried Zaha.

Milner er nú 33 ára gamall en hann var í sínum tíma í Westbrook Lane grunnskólanum í Leeds þar sem Moss var íþróttakennari. Síðan eru liðin tuttugu ár.





Enska úrvalsdeildin hefur nú staðfest þessa fréttir en fljótlega eftir leikinn birtist gömul liðsmynd þar sem mátti sjá þá Jon Moss og James Milner.

James Milner missir af næsta leik Liverpool en hann tekur bannið út í leik á móti Leicester City.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×