Enski boltinn

Messan um Arsenal: Besti maður liðsins er ekki inn á vellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Laurent Koscielny fagnar marki sínu á móti Chelsea.
Laurent Koscielny fagnar marki sínu á móti Chelsea. Getty/ Catherine Ivill
Messan fór yfir umferð helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og þar ræddu menn meðal annars stöðu mála hjá Arsenal eftir sigur liðsins á Chelsea um helgina.

Jóhannes Karl Guðjónsson og Hjörvar Hafliðason voru sérfræðingar Messunnar að þessu sinni og Jóhannes Karl er ánægður með knattspyrnustjórann Unai Emery.

„Ég held að Arsenal hafi slegið met í þessum leik að þetta sé það lið Arsenal sem hefur hlaupið mest síðan að mælingar hófust,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson.

„Það segir manni líka það að þetta er að takast hjá honum. Þetta endurspeglast í liðsvalinu hjá honum. Özil vill ekki hlaupa og er því bara upp í stúku. Hann nennir ekki að spila fótbolta nema eins og honum hentar. Þá endar þú bara upp í stúku,“ sagði Jóhannes Karl.

„Af hverju voru þeir að gera þennan 300 þúsund punda samning við Mesut Özil þegar hann þeir vita það að hann er ekki að fara að passa inn í hugmyndafræði Unai Emery? Á Spáni myndi þetta virka að vera með Mesut Özil röltandi á milli línanna gefandi geggjaðar sendingar,“ sagði Hjörvar Hafliðason,

„Hann er snillingur en í þessum hápressufótbolta í Englandi í dag þá á maður erfitt með að finna stað fyrir hann í Arsenal-liðinu. Besti maður liðsins er ekki inn á vellinum,“ sagði Hjörvar.

Það má finna allt innslag Messunnar um Arsenal hér fyrir neðan.



Klippa: Messan um Arsenal og Mesut Özil



Fleiri fréttir

Sjá meira


×