Erlent

Murdoch vill samnýta krafta tveggja blaða

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Rupert Murdoch.
Rupert Murdoch. EPA/JUSTIN LANE
Breski auðkýfingurinn Rupert Murdoch hefur formlega lagt inn umsókn til breskra stjórnvalda þar sem hann óskar eftir leyfi handa ritstjórnum The Times og The Sunday Times til að starfa saman.

Hinn stórtæki Murdoch, sem á að auki bresku slúðurblöðin The Sun og News of the World, eignaðist blöðin tvö árið 1981. Þá vildi svo til að hann undirritaði samkomulag við bresk samkeppnisyfirvöld þess efnis að blöðin tvö myndu ekki vinna saman á nokkurn hátt.

Sáttin gerði það að verkum á sínum tíma að samkeppniseftirlitið breska kannaði kaupin ekki ofan í kjölinn.

John Witherow, ritstjóri The Times, sagði í yfirlýsingu að rekstrarumhverfi dagblaða væri þannig að aðgerð sem þessi væri nauðsynleg til að halda útgáfu þeirra áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×