Enski boltinn

Andy Carroll ekki á innkaupalista Tottenham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carroll í leik með West Ham.
Carroll í leik með West Ham. vísir/getty
Tottenham hefur engan áhuga á því að fá framherjann Andy Carroll en hann hefur verið orðaður við Tottenham eftir að félagsskiptaglugginn opnaði í byrjun janúar.

Sky Sports greinir frá þessu í gær en Carroll, sem er á mála hjá West Ham, er talinn verða um kyrrt hjá West Ham. Tottenham ætlar ekki að kaupa enska framherjann í glugganum.

Carroll hefur ekki náð að eigna sér fast sæti í byrjunarliði West Ham á leiktíðinni en samningur hans við West Ham rennur út í sumar. Hann greindi þó frá því fyrr í mánuðinum að hann gæti framlengt samning sinn til tveggja ára.

Tottenham eru fáliðaðir fram á við þessa daganna. Harry Kane er á meiðslalistanum og Heung-Min Son er með Suður-Kóreu á Asíuleikunum og verður þangað til í febrúar en Kane er á meiðslalistanum fram í mars.

Kazaiah Sterling var á bekknum hjá Tottenham á sunnudaginn í sigrinum gegn Fulham en Fernando Llorente var fremsti maður. Hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×