Körfubolti

Sjáðu Luka rífa peysuna sína eftir „loftbolta“ í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luka Doncic.
Luka Doncic. AP Photo/Aaron Gash
Slóvenski nýliðinn og nýjasta stórstjarnan í NBA-deildinni, Luka Doncic, fann ekki körfuna í þriggja stiga skotum sínum í nótt og eftir eitt klúðrið þá fékk keppnistreyjan heldur betur að finna fyrir því.

Luka Doncic var reyndar með 17 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum sem Dallas Mavericks vann en hann klikkaði hins vegar á öllum átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

Doncic var virkilega ósáttur með eitt þeirra átta misheppnuðu þriggja stiga skota en hann bauð upp á „loftbolta“ þegar hann reyndi að skora lokakörfu fyrri hálfleiksins.

Myndavélararnar fóru strax á Luka Doncic þegar hann gekk til búningsklefans í hálfleik og hann bauð upp á eitt „Hulk-móment“ eins og sjá má hér fyrir neðan.





Luka Doncic er með 35,6 prósent þriggja stiga skotnýtingu á tímabilinu til þessa en í fyrstu 46 leikjum sínum með Dallas liðinu þá er hann með 19,9 stig, 6,8 fráköst og 5,3 stoðendingar að meðaltali í leik.

Hann hefur aftur á móti aðeins hitt úr 14 af 46 skotum sínum í síðustu þremur leikjum (30 prósent) þar af aðeins 2 af 18 fyrir þriggja stiga línuna (11 prósent). Það skýrir að einhverju leiti þennan pirring í stráknum.

Luka Doncic fékk fyrir leikinn verðlaun sín fyrir að vera kosinn besti nýlið mánaðarins eins og sjá má hér fyrir neðan.







Luka Doncic átti líka flott tilþrif í leiknum eins og sjá má hér fyrir neðan. Frábær leikmaður á ferðinni og leikmaður sem er enn bara nítján ára og á sínu fyrsta tímabili í bestu deild í heimi.















NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×