Körfubolti

KR og Njarðvík drógust saman í undanúrslitum bikarsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik KR og Njarðvíkur. KR-ingurinn Pavel Ermolinskij fer framhjá Njarðvíkingnum Maciek Stanislav Baginski.
Frá leik KR og Njarðvíkur. KR-ingurinn Pavel Ermolinskij fer framhjá Njarðvíkingnum Maciek Stanislav Baginski. Vísir/Bára
KR og Njarðvík mun spila um sæti í bikarúrslitaleik Geysisbikars karla í ár en liðin lentu saman þegar dregið var í undanúrslitin í Laugardalshöllinni í dag.

KR og Njarðvík hafa spilað ófáa úrslitaleikina í gegnum tíðina í körfuboltanum og nú bætist væntanlega við ein klassísk viðureign í viðbót.  Njarðvíkingar eru á toppnum í Domino´s deildinni en KR-ingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar.

Stjarnan tekur á móti ÍR í hinum leiknum en Garðbæingar hafa verið á rosalegri siglingu á síðustu vikum.

Valur og Snæfell drógust saman hjá konunum en þau eru ofar í töflunni í Domino´s deild kvenna en Stjarnan og Breiðablik sem mætast í hinum leiknum.

Bikarúrslitavika KKÍ í ár er frá 13. til 17. febrúar. Undanúrslitaleikirnir fara fram miðvikudaginn 13. febrúar hjá stelpunum og fimmtudaginn 14. febrúar hjá strákunum en úrslitaleikir meistaraflokka karla og kvenna verða spilaðir laugardaginn 16. febrúar. Hina daga fara fram bikaúrslitaleikir yngri flokkanna.

Undanúrslitaleikirnir í Geysisbikar kvenna 2019:

Fyrri leikur 13. febrúar: Breiðablik - Stjarnan

Seinni leikur 13. febrúar: Valur - Snæfell

Undanúrslitaleikirnir í Geysisbikar karla 2019:

Fyrri leikur 14. febrúar: Stjarnan - ÍR

Seinni leikur 14. febrúar: KR - Njarðvík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×