Handbolti

Elvar Örn: Veit ekki hvað gerðist er leikurinn hófst

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Elvar Örn á flugi í dag.
Elvar Örn á flugi í dag. vísir/getty
Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson var besti maður íslenska liðsins gegn Brasilíu í dag og hefur slegið í gegn á sínu fyrsta stórmóti. Það gladdi hann þó ekkert eftir tapið gegn Brössum.

„Við byrjum 5-0 undir og það er ekki boðlegt á móti svona liðum. Við unnum okkur til baka og þá hélt ég að við myndum síga fram úr. Þá kom bara annar slæmur kafli og það er erfitt að elta heilan leik,“ sagði Selfyssingurinn ungi við Tómas Þór Þórðarson en hann skoraði sjö mörk í dag og var gríðarlega ákveðinn í öllum sínum aðgerðum.

„Upphitunin var góð og allir flottir fyrir leik. Ég veit ekki hvað gerðist er leikurinn hófst og var ég nú sjálfur inn á vellinum. Fullt af tæknifeilum, klikkum á færum, vörnin lekur og þetta var ekki gott.“

Mótið hefur verið mikil upplifun og reynsla fyrir Elvar og fleiri unga menn í íslenska liðinu.

„Þetta er mikilvæg reynsla og frábært að fá þetta tækifæri og bera sig saman við þá bestu. Við getum tekið margt jákvætt úr þessu móti sem við getum lært af.“

Klippa: Viðtal við Elvar Örn Jónsson

Tengdar fréttir

Óli Gústafs: Erum að spila undir getu

"Við hefðum allir viljað enda á sigri. Við reyndum að gíra okkur upp því við vildum enda í topp tíu á þessu móti,“ sagði Ólafur Gústafsson landsliðsfyrirliði eftir tapið gegn Brössum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×