Fótbolti

Barcelona borgar 75 milljónir evra fyrir einn efnilegasta leikmann heims

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frenkie getur brosað í dag.
Frenkie getur brosað í dag. vísir/getty
Barcelona hefur staðfest að miðjumaðurinn Frenkie de Jong mun ganga í raðir liðsins fyrsta júlí en hann kemur til liðsins frá hollenska risanum, Ajax.

Þessi 21 ára gamli leikmaður kostar 75 milljónir evra og gæti þar bæst við um ellefu milljónir evra standi hann sig á Spáni. Hann skrifaði undir fimm ára samning.

Börsungar voru ekki eina liðið sem voru eftir kappanum en risarnir í PSG og Manchester City voru einnig sögð áhugasöm um að klófesta Hollendinginn sem er talinn einn besti ungi leikmaðurinn í heiminum.

De Jong kom í gegnum unglingastarf Willem II en gekk í raðir Ajax sumarið 2015 fyrir litlar 250 þúsund pund. Hann var þó lánaður aftur til baka til Willem II það tímabil.

Tímabilið 2016/2017 byrjaði hann svo í unglingaliði Ajax en var þó búinn að vinna sig í aðalliðið er tímabil var á enda. Hann kom við sögu í tapi Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×