Enski boltinn

City stillti upp yngsta liðinu í rúm tíu ár en skoraði samt tíunda markið gegn Burton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn City fagna marki Aguero.
Leikmenn City fagna marki Aguero. vísir/getty
Manchester City er komið í úrslitaleik enska deildarbikarsins, Carbao Cup, eftir 1-0 sigur á Burton í síðari leik liðanna í undanúrslitunum.

City vann fyrri leik liðanna 9-0 svo það var ekki mikið um að keppa í kvöld. Formsatriði City á fullum heimavöllum Burton.

Eina markð kom á 26. mínútu en það gerði Argentinumaðurinn Sergio Aguero eftir undirbúning Riyad Mahrez. Lokatölur 1-0 og samanlagt 10-0.

Næsti leikur City er gegn Burnley um helgina en sá leikur er liður í ensku bikarkeppninni. City að berjast á öllum vígstöðvum; báðum bikarkeppnunum, úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni.

Úrslitaleikurinn í Carabao bikarnum fer fram 24. febrúar á Wembley en mótherjinn verður annað hvort Chelsea eða Tottenham sem mætast í síðari leiknum annað kvöld. Tottenham leiðir 1-0 eftir fyrri leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×