Erlent

Frakkar reiðir vegna efna í norskum þorski

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Frakkar vilja ekki þorsk með aukaefnum.
Frakkar vilja ekki þorsk með aukaefnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Vatni og efnum er sprautað í norskan þorsk í Kína áður en hann er sendur aftur til Evrópu. Þetta kemur fram á vef norska ríkissjónvarpsins sem vitnar í franskan fréttaskýringaþátt. Frakkar eru æfir og á samfélagsmiðlum er hvatt til að norskar vörur verði sniðgengnar.

Þorskurinn er sendur 15 þúsund km langa leið frá Noregi til Kína. Þar er hann flakaður og vatni og fosfati síðan sprautað í flökin. Frönsku sjónvarpsmennirnir, sem þóttust ætla að kaupa ódýran þorsk, fóru með falda myndavél í bás Kínverja á sjávarútvegssýningunni Seafood Expo í Brussel. Þar voru þeir spurðir hvort þeir vildu þorskinn með eða án viðbættra efna. Eitt af efnunum er fosfat sem er notað til að þyngja fiskinn og hvítta hann. Merkja verður á umbúðir sé fosfati sprautað í fiskflök. Sé vatnið meira en 5 prósent af þyngd vörunnar þarf að geta þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×