Enski boltinn

Ian Rush: Salah er enginn svindlari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rush reynir fyrir sér í amerískum fótbolta. Hann missir örugglega ekki af Super Bowl þann 3. febrúar.
Rush reynir fyrir sér í amerískum fótbolta. Hann missir örugglega ekki af Super Bowl þann 3. febrúar. vísir/getty
Mo Salah, framherji Liverpool, hefur mátt þola mikla gagnrýni upp á síðkastið enda þykir hann fara allt of auðveldlega niður í teignum.

Liverpool-goðsögnin Ian Rush er ekki ánægð með þessa umræðu og tekur upp hanskann fyrir sinn mann.

„Mo Salah er enginn svindlari og dýfir sér ekki. Hann er heiðarlegur atvinnumaður og fer ekki viljandi í grasið,“ sagði Rush ákveðinn. „Staðreyndin er sú að hann fær harkalega meðferð frá varnarmönnum deildarinnar. Hann er of fljótur fyrir þá og þá brjóta þeir á honum.“

Gagnrýnin sem Salah hefur fengið fer í taugarnar á Rush.

„Mér finnst þessi gagnrýni á hann mjög ósanngjörn. Sjáið hvað gerðist í Bournemouth. Þá var brotið illa á honum en hann stóð í lappirnar því hann vildi svo innilega reyna að skora.“


Tengdar fréttir

Orðspor Mo Salah í hættu?

Mohamed Salah verið frábær á einu og hálfu tímabili sínu með Liverpool en ný þykir sumum knattspyrnuspekingum hann farinn að tefla á tæpasta vað með orðspor sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×