Chelsea hafði betur í vítaspyrnukeppni gegn Tottenham og mætir City í úrslitunum Anton Ingi Leifsson skrifar 24. janúar 2019 21:45 Hazard fagnar í kvöld. vísir/epa Chelsea er komið í úrslitaleik enska deildarbikarsins eftir sigur gegn Tottenham í vítaspyrnukeppni er liðin mættust í síðari leik undanúrslitanna á Stamford Bridge í kvöld. Chelsea vann 2-1 sigur í leik liðanna í kvöld eftir að Tottenham hafði unnið fyrri leikinn 1-0. Því var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem bæði Eric Dier og Lucas Moura klúðru sínum spyrnum. Það verða því Chelsea og Manchester City sem mætast í úrslitaleik enska deildarbikarsins sem fer fram á Wembley 24. febrúar en City stóð uppi sem sigurvegari í þessari sömu keppni í fyrra. Chelsea komst yfir með marki á 27. mínútu en markið kom úr nokkuð óvæntri átt. N'Golo Kante skaut að marki Tottenham rétt fyrir utan vítateiginn sem virtist vera auðvelt skot fyrir Paolo Gazzaniga. Það reyndist svo ekki auðvelt fyrir Gazzaniga því boltinn fór í gegnum klofið á honum og inn. Afar klaufalegt. Ellefu mínútum síðar var Chelsea búið að tvöfalda forystuna. Fyrirgjöf frá Cesar Azpilicueta endaði hjá Belganum Eden Hazard sem gerði enginn mistök og tvöfaldaði forystuna fyrir Chelsea. 2-0 fyrir Chelsea í hálfleik en samanlagt 2-1 í einvíginu. Það voru ekki liðnar nema sex mínútur er Tottenham minnkaði muninn í leik kvöldsins og jafnaði metin í einvíginu samanlagt. Danny Rose kom með frábæra sendingu fyrir markið og Fernando Llorente var öflugur i teignum og stangaði boltann í netið. Bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn í einvíginu en stærsta tækifærið fékk Oliver Giroud í uppbótartíma er skalli hans úr dauðafæri fór framhjá markinu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Fyrstu fjögur vítin fóru í netið áður en Eric Dier skaut boltanum langt yfir markið. Jorginho skoraði úr næsta víti Chelsea en aftur klúðraði Tottenham er Kepa varði frá Lucas Moura. David Luiz tryggði svo Chelsea sæti í úrslitaleiknum.Vítaspyrnukeppnin í heild sinni: Christian Eriksen skorar fyrir Tottenham (1-0) Willian skorar fyrir Chelsea (1-1) Erik Lamela skorar fyrir Tottenham (2-1) Cezar Azpilicueta skorar fyrir Chelsea (2-2) Eric Dier skýtur yfir (2-2) Jorginho skorar fyrir Chelsea (2-3) Kepa ver frá Lucas Moura (2-3) David Luiz skorar fyrir Chelsea (2-4)8 – Chelsea have reached the League Cup final for the eighth time; the joint-most final appearances by a London club in the competition (also Spurs and Arsenal). Habit.— OptaJoe (@OptaJoe) January 24, 2019 Fótbolti Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Chelsea er komið í úrslitaleik enska deildarbikarsins eftir sigur gegn Tottenham í vítaspyrnukeppni er liðin mættust í síðari leik undanúrslitanna á Stamford Bridge í kvöld. Chelsea vann 2-1 sigur í leik liðanna í kvöld eftir að Tottenham hafði unnið fyrri leikinn 1-0. Því var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem bæði Eric Dier og Lucas Moura klúðru sínum spyrnum. Það verða því Chelsea og Manchester City sem mætast í úrslitaleik enska deildarbikarsins sem fer fram á Wembley 24. febrúar en City stóð uppi sem sigurvegari í þessari sömu keppni í fyrra. Chelsea komst yfir með marki á 27. mínútu en markið kom úr nokkuð óvæntri átt. N'Golo Kante skaut að marki Tottenham rétt fyrir utan vítateiginn sem virtist vera auðvelt skot fyrir Paolo Gazzaniga. Það reyndist svo ekki auðvelt fyrir Gazzaniga því boltinn fór í gegnum klofið á honum og inn. Afar klaufalegt. Ellefu mínútum síðar var Chelsea búið að tvöfalda forystuna. Fyrirgjöf frá Cesar Azpilicueta endaði hjá Belganum Eden Hazard sem gerði enginn mistök og tvöfaldaði forystuna fyrir Chelsea. 2-0 fyrir Chelsea í hálfleik en samanlagt 2-1 í einvíginu. Það voru ekki liðnar nema sex mínútur er Tottenham minnkaði muninn í leik kvöldsins og jafnaði metin í einvíginu samanlagt. Danny Rose kom með frábæra sendingu fyrir markið og Fernando Llorente var öflugur i teignum og stangaði boltann í netið. Bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn í einvíginu en stærsta tækifærið fékk Oliver Giroud í uppbótartíma er skalli hans úr dauðafæri fór framhjá markinu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Fyrstu fjögur vítin fóru í netið áður en Eric Dier skaut boltanum langt yfir markið. Jorginho skoraði úr næsta víti Chelsea en aftur klúðraði Tottenham er Kepa varði frá Lucas Moura. David Luiz tryggði svo Chelsea sæti í úrslitaleiknum.Vítaspyrnukeppnin í heild sinni: Christian Eriksen skorar fyrir Tottenham (1-0) Willian skorar fyrir Chelsea (1-1) Erik Lamela skorar fyrir Tottenham (2-1) Cezar Azpilicueta skorar fyrir Chelsea (2-2) Eric Dier skýtur yfir (2-2) Jorginho skorar fyrir Chelsea (2-3) Kepa ver frá Lucas Moura (2-3) David Luiz skorar fyrir Chelsea (2-4)8 – Chelsea have reached the League Cup final for the eighth time; the joint-most final appearances by a London club in the competition (also Spurs and Arsenal). Habit.— OptaJoe (@OptaJoe) January 24, 2019
Fótbolti Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira