Erlent

Fyrrverandi forseti Úkraínu fundinn sekur um landráð

Atli Ísleifsson skrifar
Viktor Janúkóvitsj gegndi embætti forseta Úkraínu á árunum 2010 til 2014.
Viktor Janúkóvitsj gegndi embætti forseta Úkraínu á árunum 2010 til 2014. AP/Pavel Golovkin
Dómstóll í Úkraínu hefur dæmt fyrrverandi forseta landsins, Viktor Janúkóvitsj, í þrettán ára fangelsi fyrir landráð.

Janúkóvitsj, sem nú er 68 ára, var dæmdur í fjarveru sinni en talið er að hann dvelji nú í Rússlandi. Hann flúði frá Úkraínu skömmu eftir að hann var hrakkinn frá völdum í byltingunni 2014.

Á annað hundrað manna féllu í mótmælunum, margir af liðsmönnum öryggislögreglusveita sem voru trúir Janúkóvitsj og stjórn hans.

Janúkóvitsj er dæmdur fyrir að hafa beðið Vladimír Pútín Rússlandsforseta um að senda rússneskar hersveitir til Úkraínu. Hafi hann brotið gegn grundvallarstoðum þjóðaröryggis Úkraínu.

Janúkóvitsj sat ekki réttarhöldin sem hófust í Kænugarði árið 2017.

Janúkóvitsj gegndi embætti forseta Úkraínu á árunum 2010 til 2014.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×