Erlent

Hóf skothríð á skemmtistað

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan segir að árásarmaðurinn hafi fyrst myrt konu, sem hafi annað hvort verið kærasta hans eða fyrrverandi kærasta.
Lögreglan segir að árásarmaðurinn hafi fyrst myrt konu, sem hafi annað hvort verið kærasta hans eða fyrrverandi kærasta. AP/Abby Drey
Minnst þrír eru látnir og tveir eru alvarlega særðir eftir að maður hóf skothríð inn á skemmtistað í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í morgun. Skotárásin átti sér stað nærri Penn State háskólanum og eins og svo oft áður í skotárásum í Bandaríkjunum, virðist sem að uppruna hennar megi rekja til heimilisofbeldis.



Lögreglan segir, samkvæmt AP fréttaveitunni, að árásarmaðurinn hafi fyrst myrt konu, sem hafi annað hvort verið kærasta hans eða fyrrverandi kærasta. Hann skaut svo þar að auki tvo aðra sem eru í alvarlegu ástandi.



Árásarmaðurinn, sem hét Jordan Witmer og var 21 árs gamall, keyrði svo á brott. Hann virðist svo hafa lent í bílslysi skammt frá. Witmer yfirgaf bíl sinn og braust inn í heimili þar nærri, þar sem hann skaut mann til bana og svipti sig svo lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×