Lífið

Áhugamál sem kemur upp stöku sinnum

Katrín geymir ljóðin sín bæði í skúffu og símanum.
Katrín geymir ljóðin sín bæði í skúffu og símanum.
Katrín Valgerður er nemandi í 10. bekk Kársnesskóla. Ljóð hennar, Súðavík, þótti bera af þeim 170 ljóðum sem bárust í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs.

Hvað kemur til að Kópavogsstelpa yrkir um Súðavík? Sko, ég átti ættingja sem lentu í og fórust í snjóflóðinu þar 16. janúar 1995 og þegar ég var að velta fyrir mér hvað ég ætti að semja um, datt mér þetta í hug.

Hefur þú komið vestur? Ekki nýlega, kannski þegar ég var svona fjögurra ára en ég man ekkert eftir því.

Ertu búin að æfa ljóðagerð lengi? Já og nei. Ég hef stundum leikið mér að því að setja eitthvað saman gegnum árin, það er samt bara áhugamál sem kemur upp stöku sinnum, ekkert sem ég er alltaf að gera.

Hefurðu þróað þennan hæfileika í skólanum? Já, ég gerði þetta ljóð til dæmis þar þegar verið var að tala um þessa keppni.

Áttu óbirt ljóð í skúffu? Eitthvað smá, einhver eru líka geymd í símanum, ef ég er ekki með blað á mér þá er mjög auðvelt að pikka inn á hann.

Hver eru annars helstu áhugamálin? Ég æfi körfubolta með Breiðabliki og á þverflautu í Skólahljómsveit Kópavogs.

Hefurðu unnið einhvers staðar? Já, ég er að vinna í Brynjuís í Engihjalla svo ég hef nóg að gera.

Á hvað stefnir þú í framtíðinni? Ég bara hef eiginlega enga hugmynd um það. En ég þarf að fara að sækja um framhaldsskóla fljótlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×