Vídeóleiguáratugurinn og hvernig Jeff Goldblum sparar Íslandi 30 milljarða Björn Teitsson skrifar 26. janúar 2019 10:44 Það var líklega enginn tími í mannkynssögunni betri til að horfa á kvikmyndir en 10. áratugur síðustu aldar. Vídeóleiguáratugurinn. Hversdagslegur athyglisbrestur í lágmarki enda engir snjallsímar komnir til að trufla. Á þeim tíma komu út kvikmyndir sem eiga sér ódauðlegan sess í menningarsögunni. Heilu handritin voru lögð á minnið og enn heyrist fólk sem fæddist um og upp úr 1980 henda út úr sér orðatiltækjum sem eru límd í minnið um ókomna tíð. Hver man til dæmis ekki eftir Jeff Goldblum í Jurassic Park, að útskýra glundroðakenninguna með því að setja tvo dropa af vatni á handarbak Lauru Dern. „Life finds a way,“ sagði hann. Lífið finnur sér leið. Eða í Wayne’s World 2, þegar Wayne var sofandi og dreymdi að hann væri kominn inn í kvikmynd Olivers Stone um The Doors. Hann hitti Jim Morrison sem sagði honum að halda tónlistarhátíð. „If you book them, they will come.“ Ef þú bókar þau, þá koma þau.Ef þú byggir, þá koma þeirStundum nota ég þessa línu úr Wayne’s World 2, ögn breytta, til að útskýra fyrir fólki hvernig bílaumferð verður í raun verri, eftir því sem reynt er að byggja fleiri akreinar til að greiða úr henni. Ef þú byggir fleiri akreinar verða fleiri spenntari fyrir því að keyra, bílum fjölgar og umferðin verður verri. Þetta fyrirbæri gengur fræðilega undir heitinu þversögn Braess, eftir þýska stærðfræðingnum Dietrich Braess, sem sannaði þessar reglu fyrir 51 ári. Fólk gæti við þetta tilefni einmitt hugsað til vídeóleiguáratugarins. Sjálfur hóf ég t.d. nám í menntaskóla í miðbænum árið 1997 og þurfti að koma mér þangað daglega frá Grafarvogi. Stundum fékk ég far í bíl og mikið sem þá var kvartað yfir akreinaleysi, vöntun á mislægum gatnamótum og að það myndaðist bílaröð strax við Skeifuna. Nú, rúmum tveimur áratugum, fjórum akreinum, tveimur í hvora átt, og þremur mislægum gatnamótum síðar, skilst mér að þessi sama bílaröð hefjist einhvers staðar í Grafarholti. Auðvitað. Ef þú byggir þessar akreinar, þá koma bílarnir. „If you build them, they will come.“Lífið finnur sér leiðFærum okkur í annað 90s-fyrirbæri, borgina Seattle í Washington-ríki Bandaríkjanna. Þar hafa undur og stórmerki verið að eiga sér stað í upphafi árs 2019. Þann 11. janúar síðastliðinn var upphækkaðri hraðbraut með fjórum akreinum í hvora átt, Alaskan Way Viaduct, lokað. Hraðbrautin verður því næst rifin niður til að greiða fyrir fasteignaþróunarverkefni (byggð/verslun/þjónusta), við sjávarsíðuna rétt norðan við hinn heimsfræga Pike Place Market. Rúmlega 90 þúsund bílar óku um þessa hraðbraut daglega áður en henni var lokað. Fjölmargir sjálfskipaðir sérfræðingar sendu frá sér dómdagsspár, nú myndi gatnakerfi borgarinnar springa, fólk myndi festast í umferð allan liðlangann daginn og óhöppum myndi fjölga gríðarlega. Það er í öllu falli gaman að segja frá því að samkvæmt fréttum Seattle Times, þann 25. janúar, eða tveimur vikum eftir lokunina, hafði engin dómsdagsspá ræst. Umferðin er svipuð og áður og óhöppum hefur ekki fjölgað nema síður sé. Við sjávarsíðuna í vesturhluta borgarinnar (þar sem hraðbrautin var) er skyndilega afar rólegt, lítil sem engin loftmengun og óhljóðin í umferðinni horfin. Hjólreiðafólki fjölgaði skyndilega á þessum tveimur vikum um 176-327% á mismunandi talningarstöðum. Ekki að þetta sé í raun það merkilegt. Hvar sem er í heiminum sem risaumferðaræð er lokað, gerist nákvæmlega það sama. Fólk er nefnilega frekar úrræðagott þegar það þarf á því að halda. Og allt í einu er betra loft, fólk hefur meiri tíma og er hraustara og ánægðara en þegar hraðbrautin var til staðar. Lífið finnur sér leið. „Life finds a way.“Jeff Goldblum bjargar MiklubrautEn þessi tónlist sem þau spila sífellt, segir mér ekki neitt um mitt líf. Eða hvað? Árið 2018 var samþykkt að setja Miklubraut í stokk á samgönguáætlun. Það er margt jákvætt við þá framkvæmd. Í greinargerð sem var birt fyrir borgarráði um framkvæmdina segir þó skýrt að hún sé ekki ætluð til að greiða fyrir umferð, heldur til að draga úr neikvæðum áhrifum umferðar á nærumhverfið, sumsé norður-og suðurhlutar Hlíðahverfisins. Framkvæmdin opnar einnig byggingarmöguleika sem verða fýsilegir um leið og dagleg umferð 43 þúsund bíla er komin undir jörð. Verða þar byggðar íbúðir á besta stað, sem byggjast á svæði sem er núna dautt veghelgunarsvæði. En hvað ef þetta væri allt saman hægt, án þess að eyða 21 milljarði (skv. kostnaðaráætlun) í verkefnið? Með því að loka einfaldlega Miklubraut fyrir einkabíla væri hægt að sameina norður-og suður-hluta Hlíðahverfis með einu pennastriki. Hverfið sem hefur verið sundurskorið af þessari þungu og hættulegu hraðbraut síðan á 7. áratug síðustu aldar. Loftmengun og hávaðamengun myndu hverfa, öryggi fólks, barna sem fullorðinna, færi frá því að vera takmarkað yfir í algert í einu stöku kasti. Hvati fyrir fólk að keyra á einkabílum myndi minnka og jákvæð margföldunaráhrif myndu skila sér í Vesturbæ og miðborg. (Hafi fólk áhyggjur af því að gestum miðborgar myndi fækka þá má minnast á nýjar tölur frá Ósló, þar sem gestum miðborgar hefur fjölgað um 10% á sama tíma og borgin hefur gert miðborg sína svo gott sem algerlega bíllausa). Það myndu vissulega koma fram dómsdagsspár eins og alls staðar annars staðar þar sem slíkar ákvarðanir hafa verið teknar. En munum, lífið finnur sér leið.Aðgerð sem skilar árangriRíkisstjórn og borgaryfirvöld tala jafnan um umhverfisstefnu og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Við Miklubraut gætu þau loksins státað sig af einni aðgerð sem myndi virkilega telja. Sem væri ekki aðeins táknræn heldur myndi skila raunverulegum árangri án nokkurs fórnarkostnaðar. Lífið finnur sér leið, það er enn nóg af götum í Reykjavík. Strætó og Borgarlína, sem enn gætu farið í gegn um Miklubraut, yrðu um leið enn betri og álitlegri samgöngukostir en einkabíll. Hraðari og þægilegri. Fólk gæti tekið upp á því í vaxandi mæli að ganga eða hjóla. Þetta er raunveruleg aðgerð og raunverulegur möguleiki sem sparar tugi milljarða og skilar þar að auki stórfelldum hagnaði í formi minni mengunar, betri heilsu og stóraukinna lífsgæða fyrir íbúa Hlíða og allra annarra sem eiga leið um miðborgina. Þetta er nefnilega frekar auðvelt. Ef þú vilt losna við mengandi bílaumferð, slepptu þá að byggja fyrir hana. Og lífið finnur sér leið.Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-Universität í Þýskalandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það var líklega enginn tími í mannkynssögunni betri til að horfa á kvikmyndir en 10. áratugur síðustu aldar. Vídeóleiguáratugurinn. Hversdagslegur athyglisbrestur í lágmarki enda engir snjallsímar komnir til að trufla. Á þeim tíma komu út kvikmyndir sem eiga sér ódauðlegan sess í menningarsögunni. Heilu handritin voru lögð á minnið og enn heyrist fólk sem fæddist um og upp úr 1980 henda út úr sér orðatiltækjum sem eru límd í minnið um ókomna tíð. Hver man til dæmis ekki eftir Jeff Goldblum í Jurassic Park, að útskýra glundroðakenninguna með því að setja tvo dropa af vatni á handarbak Lauru Dern. „Life finds a way,“ sagði hann. Lífið finnur sér leið. Eða í Wayne’s World 2, þegar Wayne var sofandi og dreymdi að hann væri kominn inn í kvikmynd Olivers Stone um The Doors. Hann hitti Jim Morrison sem sagði honum að halda tónlistarhátíð. „If you book them, they will come.“ Ef þú bókar þau, þá koma þau.Ef þú byggir, þá koma þeirStundum nota ég þessa línu úr Wayne’s World 2, ögn breytta, til að útskýra fyrir fólki hvernig bílaumferð verður í raun verri, eftir því sem reynt er að byggja fleiri akreinar til að greiða úr henni. Ef þú byggir fleiri akreinar verða fleiri spenntari fyrir því að keyra, bílum fjölgar og umferðin verður verri. Þetta fyrirbæri gengur fræðilega undir heitinu þversögn Braess, eftir þýska stærðfræðingnum Dietrich Braess, sem sannaði þessar reglu fyrir 51 ári. Fólk gæti við þetta tilefni einmitt hugsað til vídeóleiguáratugarins. Sjálfur hóf ég t.d. nám í menntaskóla í miðbænum árið 1997 og þurfti að koma mér þangað daglega frá Grafarvogi. Stundum fékk ég far í bíl og mikið sem þá var kvartað yfir akreinaleysi, vöntun á mislægum gatnamótum og að það myndaðist bílaröð strax við Skeifuna. Nú, rúmum tveimur áratugum, fjórum akreinum, tveimur í hvora átt, og þremur mislægum gatnamótum síðar, skilst mér að þessi sama bílaröð hefjist einhvers staðar í Grafarholti. Auðvitað. Ef þú byggir þessar akreinar, þá koma bílarnir. „If you build them, they will come.“Lífið finnur sér leiðFærum okkur í annað 90s-fyrirbæri, borgina Seattle í Washington-ríki Bandaríkjanna. Þar hafa undur og stórmerki verið að eiga sér stað í upphafi árs 2019. Þann 11. janúar síðastliðinn var upphækkaðri hraðbraut með fjórum akreinum í hvora átt, Alaskan Way Viaduct, lokað. Hraðbrautin verður því næst rifin niður til að greiða fyrir fasteignaþróunarverkefni (byggð/verslun/þjónusta), við sjávarsíðuna rétt norðan við hinn heimsfræga Pike Place Market. Rúmlega 90 þúsund bílar óku um þessa hraðbraut daglega áður en henni var lokað. Fjölmargir sjálfskipaðir sérfræðingar sendu frá sér dómdagsspár, nú myndi gatnakerfi borgarinnar springa, fólk myndi festast í umferð allan liðlangann daginn og óhöppum myndi fjölga gríðarlega. Það er í öllu falli gaman að segja frá því að samkvæmt fréttum Seattle Times, þann 25. janúar, eða tveimur vikum eftir lokunina, hafði engin dómsdagsspá ræst. Umferðin er svipuð og áður og óhöppum hefur ekki fjölgað nema síður sé. Við sjávarsíðuna í vesturhluta borgarinnar (þar sem hraðbrautin var) er skyndilega afar rólegt, lítil sem engin loftmengun og óhljóðin í umferðinni horfin. Hjólreiðafólki fjölgaði skyndilega á þessum tveimur vikum um 176-327% á mismunandi talningarstöðum. Ekki að þetta sé í raun það merkilegt. Hvar sem er í heiminum sem risaumferðaræð er lokað, gerist nákvæmlega það sama. Fólk er nefnilega frekar úrræðagott þegar það þarf á því að halda. Og allt í einu er betra loft, fólk hefur meiri tíma og er hraustara og ánægðara en þegar hraðbrautin var til staðar. Lífið finnur sér leið. „Life finds a way.“Jeff Goldblum bjargar MiklubrautEn þessi tónlist sem þau spila sífellt, segir mér ekki neitt um mitt líf. Eða hvað? Árið 2018 var samþykkt að setja Miklubraut í stokk á samgönguáætlun. Það er margt jákvætt við þá framkvæmd. Í greinargerð sem var birt fyrir borgarráði um framkvæmdina segir þó skýrt að hún sé ekki ætluð til að greiða fyrir umferð, heldur til að draga úr neikvæðum áhrifum umferðar á nærumhverfið, sumsé norður-og suðurhlutar Hlíðahverfisins. Framkvæmdin opnar einnig byggingarmöguleika sem verða fýsilegir um leið og dagleg umferð 43 þúsund bíla er komin undir jörð. Verða þar byggðar íbúðir á besta stað, sem byggjast á svæði sem er núna dautt veghelgunarsvæði. En hvað ef þetta væri allt saman hægt, án þess að eyða 21 milljarði (skv. kostnaðaráætlun) í verkefnið? Með því að loka einfaldlega Miklubraut fyrir einkabíla væri hægt að sameina norður-og suður-hluta Hlíðahverfis með einu pennastriki. Hverfið sem hefur verið sundurskorið af þessari þungu og hættulegu hraðbraut síðan á 7. áratug síðustu aldar. Loftmengun og hávaðamengun myndu hverfa, öryggi fólks, barna sem fullorðinna, færi frá því að vera takmarkað yfir í algert í einu stöku kasti. Hvati fyrir fólk að keyra á einkabílum myndi minnka og jákvæð margföldunaráhrif myndu skila sér í Vesturbæ og miðborg. (Hafi fólk áhyggjur af því að gestum miðborgar myndi fækka þá má minnast á nýjar tölur frá Ósló, þar sem gestum miðborgar hefur fjölgað um 10% á sama tíma og borgin hefur gert miðborg sína svo gott sem algerlega bíllausa). Það myndu vissulega koma fram dómsdagsspár eins og alls staðar annars staðar þar sem slíkar ákvarðanir hafa verið teknar. En munum, lífið finnur sér leið.Aðgerð sem skilar árangriRíkisstjórn og borgaryfirvöld tala jafnan um umhverfisstefnu og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Við Miklubraut gætu þau loksins státað sig af einni aðgerð sem myndi virkilega telja. Sem væri ekki aðeins táknræn heldur myndi skila raunverulegum árangri án nokkurs fórnarkostnaðar. Lífið finnur sér leið, það er enn nóg af götum í Reykjavík. Strætó og Borgarlína, sem enn gætu farið í gegn um Miklubraut, yrðu um leið enn betri og álitlegri samgöngukostir en einkabíll. Hraðari og þægilegri. Fólk gæti tekið upp á því í vaxandi mæli að ganga eða hjóla. Þetta er raunveruleg aðgerð og raunverulegur möguleiki sem sparar tugi milljarða og skilar þar að auki stórfelldum hagnaði í formi minni mengunar, betri heilsu og stóraukinna lífsgæða fyrir íbúa Hlíða og allra annarra sem eiga leið um miðborgina. Þetta er nefnilega frekar auðvelt. Ef þú vilt losna við mengandi bílaumferð, slepptu þá að byggja fyrir hana. Og lífið finnur sér leið.Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-Universität í Þýskalandi.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar