Flugþjónn lést í flugi milli Hawaii og New York Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. janúar 2019 14:57 Vél Hawaiian air. Myndin tengist fréttinni ekki beint. FG/Getty Vél bandaríska flugfélagsins Hawaiian Airlines þurfti að framkvæma neyðarlendingu í San Francisco á leið sinni frá Honolulu, höfuðborgar Hawaii, til New York vegna veikinda flugþjóns um borð á fimmtudaginn. Flugþjónninn, karlmaður á fertugsaldri að nafni Emile Griffith, varð skyndilega veikur í fluginu og þarfnaðist læknishjálpar. Því var ákveðið að lenda í San Francisco þar sem sjúkraflutningamenn gætu hlúð að honum. Griffith hafði það þó ekki af og lést. Vélin innihélt 253 farþega og 12 áhafnarmeðlimi. Einn farþeganna, rithöfundurinn Andrea Bartz, tísti úr vélinni eftir að henni hafði verið lent í San Francisco. „Flugi frá Honolulu til JFK beint til San Francisco vegna farþega sem þarfnast læknishjálpar. Það er langt síðan þau bæðu lækna um að koma fram í svo ég vona að allt sé í lagi. Þetta er fyrsta neyðarlending sem ég er vitni að. Bíðum þess nú að sjúkraflutningamenn komi um borð.“Flight from Honolulu to JFK diverted to SFO for a passenger needing medical attention. It’s been a long time since they asked for doctors to come to first class so I hope they’re okay. First time I’ve ever had a flight diverted, somehow. Waiting for medics to board now. — Andrea Bartz (@andibartz) January 25, 2019 Hawaiian Air hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins. „Við erum afar hrygg vegna fráfalls Emiles Griffith […] sem lést við störf í flugi á milli Honolulu og New York. Við erum ævinlega þakklát samstarfsfólki Emiles og miskunnsömum Samverjum um borð sem voru honum innan handar og veittu læknisaðstoð.“ Eftir lendinguna í San Francisco voru farþegar vélarinnar bókaðir í næstu lausu flug til New York. Starfsfólki flugfélagsins sem var um borð hefur þá verið boðin áfallahjálp. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Vél bandaríska flugfélagsins Hawaiian Airlines þurfti að framkvæma neyðarlendingu í San Francisco á leið sinni frá Honolulu, höfuðborgar Hawaii, til New York vegna veikinda flugþjóns um borð á fimmtudaginn. Flugþjónninn, karlmaður á fertugsaldri að nafni Emile Griffith, varð skyndilega veikur í fluginu og þarfnaðist læknishjálpar. Því var ákveðið að lenda í San Francisco þar sem sjúkraflutningamenn gætu hlúð að honum. Griffith hafði það þó ekki af og lést. Vélin innihélt 253 farþega og 12 áhafnarmeðlimi. Einn farþeganna, rithöfundurinn Andrea Bartz, tísti úr vélinni eftir að henni hafði verið lent í San Francisco. „Flugi frá Honolulu til JFK beint til San Francisco vegna farþega sem þarfnast læknishjálpar. Það er langt síðan þau bæðu lækna um að koma fram í svo ég vona að allt sé í lagi. Þetta er fyrsta neyðarlending sem ég er vitni að. Bíðum þess nú að sjúkraflutningamenn komi um borð.“Flight from Honolulu to JFK diverted to SFO for a passenger needing medical attention. It’s been a long time since they asked for doctors to come to first class so I hope they’re okay. First time I’ve ever had a flight diverted, somehow. Waiting for medics to board now. — Andrea Bartz (@andibartz) January 25, 2019 Hawaiian Air hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins. „Við erum afar hrygg vegna fráfalls Emiles Griffith […] sem lést við störf í flugi á milli Honolulu og New York. Við erum ævinlega þakklát samstarfsfólki Emiles og miskunnsömum Samverjum um borð sem voru honum innan handar og veittu læknisaðstoð.“ Eftir lendinguna í San Francisco voru farþegar vélarinnar bókaðir í næstu lausu flug til New York. Starfsfólki flugfélagsins sem var um borð hefur þá verið boðin áfallahjálp.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira