Sport

Holloway tekur þátt í viskístríði Conors og Jameson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Holloway mætti í höfuðstöðvar Jameson um helgina.
Holloway mætti í höfuðstöðvar Jameson um helgina. mynd/twitter
Írinn Conor McGregor ruddist inn á viskímarkaðinn á síðasta ári með Proper Twelve viskíið sitt. Markmið hans var einfalt - að verða stærri en Jameson.

Salan á viskíinu hans Conors ku hafa gengið vel en það er líklega nokkuð í land að hann nái Jameson. Menn þar á bæ finna þó örugglega fyrir samkeppninni því þeir hafa brugðist við henni.

Þeir fengu nefnilega fjaðurvigtarmeistara UFC, Max Holloway, til þess að auglýsa fyrir sig en Holloway var mættur til Dublin um nýliðna helgi. Þar sagði hann að Jameson væri ekki vatnsþynnt viskí. Augljóst skot á Conor.





Conor hefur lengi dreymt um að fá að berjast á Croke Park í Dublin og Holloway lagði leið sína þangað til þess að skoða aðstæður. Hvur veit nema hann berjist við Conor þar á þessu ári?





Margir kalla eftir því að næsti bardagi Conors verði gegn Max Holloway sem var stórkostlegur gegn Brian Ortega í Kanada í byrjun desember.

Það væri líka mjög eðlilegt að láta þá mætast. Þeir mættust í ágúst árið 2013 og þá hafði Conor betur á dómaraákvörðun. Síðan þá hefur Holloway barist þrettán sinnum og unnið alla þá bardaga.

Dana White, forseti UFC, vill að Holloway fari upp um flokk enda niðurskurðurinn í fjaðurvigtinni erfiður fyrir hann. Rétt eins og hann var fyrir Conor áður en hann færði sig upp.

Það væru margir til í að sjá Conor og Holloway mætast á nýjan leik og ekki væri verra ef sá bardagi færi fram á hinum glæsilega Croke Park.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×