Lífið

Hlustaðu á lögin í Söngvakeppninni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Efri röð frá vinstri til hægri: Hera Björk, Daníel Óliver, Ívar Daníels, Friðrik Ómar og Elli Grill.
Neðri röð frá vinstri til hægri: Þórdís Imsland, Tara Mobee, Kristina Skoubo Bærendsen, Hatari og Heiðrún Anna.
Efri röð frá vinstri til hægri: Hera Björk, Daníel Óliver, Ívar Daníels, Friðrik Ómar og Elli Grill. Neðri röð frá vinstri til hægri: Þórdís Imsland, Tara Mobee, Kristina Skoubo Bærendsen, Hatari og Heiðrún Anna. myndir/rúv
Á laugardaginn var tilkynnt hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. Tíu lög keppa í ár og hefst keppnin þegar fyrri undanúrslitin  fara fram í Háskólabíói þann 9. febrúar en þá munu fimm lög keppa.

Seinni undanúrslitin fara fram 16. febrúar en þá verða seinni fimm lögin flutt. Tvö lög úr hvorri undankeppni komast áfram í úrslitin í gegnum símakosningu almennings.  

Það verða því fjögur lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll þann 2. mars þegar framlag Íslands til Eurovision söngvakeppninnar verður valið. Framkvæmdastjórn keppninnar hefur þó, sem fyrr, möguleika á að bæta við einu lagi í úrslitin, svokölluðum Svarta-Pétri (Wildcard).

Hér að neðan má hlusta á öll lögin sem taka þátt í keppninni í ár. Neðst í fréttinni má taka þátt í skoðunakönnum þar sem þú getur valið þitt uppáhaldslag. 

Fyrri undankeppni  í Háskólabíói - 9. febrúar

Hatrið mun sigra

Lag: Hatari

Texti: Hatari

Flytjandi: Hatari



Eitt andartak / Moving on

Lag: Örlygur Smári, Hera Björk Þórhallsdóttir og Valgeir Magnússon

Íslenskur texti: Hera Björk Þórhallsdóttir og Valgeir Magnússon

Enskur texti: Hera Björk Þórhallsdóttir og Valgeir Magnússon

Flytjandi: Hera Björk Þórhallsdóttir



Ég á mig sjálf / Mama Said

Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson

Íslenskur texti: Valgeir Magnússon og Sveinn Rúnar Sigurðsson

Enskur texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Valgeir Magnússon

Flytjandi: Kristina Skoubo Bærendsen



Nú og hér / What Are You Waiting For?

Lag: Svala Björgvinsdóttir og Bjarki Ómarsson

Íslensku texti: Stefán Hilmarsson

Enskur texti: Svala Björgvinsdóttir og Bjarki Ómarsson

Flytjandi: Þórdís Imsland



Samt ekki / Licky Licky

Lag: Daníel Óliver Sveinsson, Linus Josefsson og Peter von Arbin

Íslenskur texti: Daníel Óliver Sveinsson

Enskur texti: Daníel Óliver Sveinsson og Linus Josefsson

Flytjandi: Daníel Óliver

<

Seinni undankeppni - 16. febrúar

Jeijó, keyrum alla leið  

Lag: Barði Jóhannsson

Texti: Barði Jóhannson

Flytjendur: Elli Grill, Skaði og Glymur



Hvað ef ég get ekki elskað? / What If I Can’t Have Love?

Lag: Friðrik Ómar Hjörleifsson

Íslenskur texti: Friðrik Ómar Hjörleifsson

Enskur texti: Sveinbjörn I. Baldvinsson og Friðrik Ómar Hjörleifsson

Flytjandi: Friðrik Ómar



Þú bætir mig / Make Me Whole

Lag: Stefán Þór Steindórsson og Richard Micallef

Íslenskur texti: Stefán Þór Steindórsson og Nikos Sofis

Enskur texti: Stefán Þór Steindórsson og Nikos Sofis

Flytjandi: Ívar Daníels



Betri án þín / Fighting For Love

Lag: Andri Þór Jónsson og Eyþór Úlfar Þórisson

Íslenskur texti: Andri Þór Jónsson, Eyþór Úlfar Þórisson og Tara Mobee

Enskur texti: Andri Þór Jónsson og Eyþór Úlfar Þórisson

Flytjandi: Tara Mobee



Helgi / Sunday Boy

Lag: Heiðrún Anna Björnsdóttir

Íslenskur texti: Sævar Sigurgeirsson og Heiðrún Anna Björnsdóttir

Enskur texti: Heiðrún Anna Björnsdóttir

Flytjandi: Heiðrún Anna Björnsdóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×