Olivia Colman segist hafa átt í aldursdeilu við Wikipedia Atli Ísleifsson skrifar 28. janúar 2019 12:17 Olivia Colman vann á dögunum til Golden Globe-verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni The Favorite. Getty Breska leikkonan Olivia Colman segir að hún hafi eitt sinn sent póst undir dulnefni á stjórnendur netalfræðiritsins Wikipedia til að fá þá til að leiðrétta skráðan aldur á síðunni um sig. Var hún skráð átta árum eldri en hún er í raun og veru. Colman, sem er 44 ára, sagði frá málinu í nýjum hlaðvarpsþætti leikarans David Tennant, sem lék með henni í þáttunum Broadchurch. „Einu sinni, á Wikipedia, þá var skráður rangur dagur, rangur mánuður, og árið átta árum fyrr en ég fæddist í raun.“ Colman sagði í þættinum að hún hafi í fyrstu sent ábendinguna undir öðru nafni þar sem hún vildi ekki virðast hégómleg. Hún hafi þó þurft að láta af feluleiknum þegar engin viðbrögð bárust frá stjórnendum Wikipedia. „Ég sendi þeim tövupóst og þóttist önnur en ég er. [Ég skrifaði] „Ég var með henni í skóla og þetta er ekki afmælisdagur hennar“,“ er haft eftir Colman í þættinum. Segir hún að málið hafi komið upp fyrir nokkrum árum.David Tennant og Olivia Colmen léku saman í Broadchurch-þáttunum.GettyBeðin um fæðingarvottorð Colman fékk engin viðbrögð og sendi þá ítrekun, en aftur gerðist ekkert. Hafi hún að lokum sent póst undir eigin nafni og farið fram á leiðréttingu. Hafi hún þá verið beðin um fæðingarvottorð af stjórnendum Wikipedia. Svaraði hún þá: „Fæðingarvottorð f****** hvers lituð þið á til að gera mig átta árum eldri en ég er?“ Leikkonan segir að fæðingardagurinn hafi að lokum verið leiðréttur, en í þættinum grínaðist hún með að hún hefði getað logið þannig að hún hefði getað verið skráð yngri en hún er í raun. Colman hefur vakið mikla athygli síðustu árin fyrir leik sinn í þáttunum Peep Show, Green Wing, The Night Manager og Broadchurch. Hún fékk á dögunum tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt sem Önnu drottningu í myndinni The Favorite. Þá mun hún fara með hlutverk Elísabetar Bretadrottningar í þriðju þáttaröð The Crown. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira
Breska leikkonan Olivia Colman segir að hún hafi eitt sinn sent póst undir dulnefni á stjórnendur netalfræðiritsins Wikipedia til að fá þá til að leiðrétta skráðan aldur á síðunni um sig. Var hún skráð átta árum eldri en hún er í raun og veru. Colman, sem er 44 ára, sagði frá málinu í nýjum hlaðvarpsþætti leikarans David Tennant, sem lék með henni í þáttunum Broadchurch. „Einu sinni, á Wikipedia, þá var skráður rangur dagur, rangur mánuður, og árið átta árum fyrr en ég fæddist í raun.“ Colman sagði í þættinum að hún hafi í fyrstu sent ábendinguna undir öðru nafni þar sem hún vildi ekki virðast hégómleg. Hún hafi þó þurft að láta af feluleiknum þegar engin viðbrögð bárust frá stjórnendum Wikipedia. „Ég sendi þeim tövupóst og þóttist önnur en ég er. [Ég skrifaði] „Ég var með henni í skóla og þetta er ekki afmælisdagur hennar“,“ er haft eftir Colman í þættinum. Segir hún að málið hafi komið upp fyrir nokkrum árum.David Tennant og Olivia Colmen léku saman í Broadchurch-þáttunum.GettyBeðin um fæðingarvottorð Colman fékk engin viðbrögð og sendi þá ítrekun, en aftur gerðist ekkert. Hafi hún að lokum sent póst undir eigin nafni og farið fram á leiðréttingu. Hafi hún þá verið beðin um fæðingarvottorð af stjórnendum Wikipedia. Svaraði hún þá: „Fæðingarvottorð f****** hvers lituð þið á til að gera mig átta árum eldri en ég er?“ Leikkonan segir að fæðingardagurinn hafi að lokum verið leiðréttur, en í þættinum grínaðist hún með að hún hefði getað logið þannig að hún hefði getað verið skráð yngri en hún er í raun. Colman hefur vakið mikla athygli síðustu árin fyrir leik sinn í þáttunum Peep Show, Green Wing, The Night Manager og Broadchurch. Hún fékk á dögunum tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt sem Önnu drottningu í myndinni The Favorite. Þá mun hún fara með hlutverk Elísabetar Bretadrottningar í þriðju þáttaröð The Crown.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira