Olivia Colman segist hafa átt í aldursdeilu við Wikipedia Atli Ísleifsson skrifar 28. janúar 2019 12:17 Olivia Colman vann á dögunum til Golden Globe-verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni The Favorite. Getty Breska leikkonan Olivia Colman segir að hún hafi eitt sinn sent póst undir dulnefni á stjórnendur netalfræðiritsins Wikipedia til að fá þá til að leiðrétta skráðan aldur á síðunni um sig. Var hún skráð átta árum eldri en hún er í raun og veru. Colman, sem er 44 ára, sagði frá málinu í nýjum hlaðvarpsþætti leikarans David Tennant, sem lék með henni í þáttunum Broadchurch. „Einu sinni, á Wikipedia, þá var skráður rangur dagur, rangur mánuður, og árið átta árum fyrr en ég fæddist í raun.“ Colman sagði í þættinum að hún hafi í fyrstu sent ábendinguna undir öðru nafni þar sem hún vildi ekki virðast hégómleg. Hún hafi þó þurft að láta af feluleiknum þegar engin viðbrögð bárust frá stjórnendum Wikipedia. „Ég sendi þeim tövupóst og þóttist önnur en ég er. [Ég skrifaði] „Ég var með henni í skóla og þetta er ekki afmælisdagur hennar“,“ er haft eftir Colman í þættinum. Segir hún að málið hafi komið upp fyrir nokkrum árum.David Tennant og Olivia Colmen léku saman í Broadchurch-þáttunum.GettyBeðin um fæðingarvottorð Colman fékk engin viðbrögð og sendi þá ítrekun, en aftur gerðist ekkert. Hafi hún að lokum sent póst undir eigin nafni og farið fram á leiðréttingu. Hafi hún þá verið beðin um fæðingarvottorð af stjórnendum Wikipedia. Svaraði hún þá: „Fæðingarvottorð f****** hvers lituð þið á til að gera mig átta árum eldri en ég er?“ Leikkonan segir að fæðingardagurinn hafi að lokum verið leiðréttur, en í þættinum grínaðist hún með að hún hefði getað logið þannig að hún hefði getað verið skráð yngri en hún er í raun. Colman hefur vakið mikla athygli síðustu árin fyrir leik sinn í þáttunum Peep Show, Green Wing, The Night Manager og Broadchurch. Hún fékk á dögunum tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt sem Önnu drottningu í myndinni The Favorite. Þá mun hún fara með hlutverk Elísabetar Bretadrottningar í þriðju þáttaröð The Crown. Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Breska leikkonan Olivia Colman segir að hún hafi eitt sinn sent póst undir dulnefni á stjórnendur netalfræðiritsins Wikipedia til að fá þá til að leiðrétta skráðan aldur á síðunni um sig. Var hún skráð átta árum eldri en hún er í raun og veru. Colman, sem er 44 ára, sagði frá málinu í nýjum hlaðvarpsþætti leikarans David Tennant, sem lék með henni í þáttunum Broadchurch. „Einu sinni, á Wikipedia, þá var skráður rangur dagur, rangur mánuður, og árið átta árum fyrr en ég fæddist í raun.“ Colman sagði í þættinum að hún hafi í fyrstu sent ábendinguna undir öðru nafni þar sem hún vildi ekki virðast hégómleg. Hún hafi þó þurft að láta af feluleiknum þegar engin viðbrögð bárust frá stjórnendum Wikipedia. „Ég sendi þeim tövupóst og þóttist önnur en ég er. [Ég skrifaði] „Ég var með henni í skóla og þetta er ekki afmælisdagur hennar“,“ er haft eftir Colman í þættinum. Segir hún að málið hafi komið upp fyrir nokkrum árum.David Tennant og Olivia Colmen léku saman í Broadchurch-þáttunum.GettyBeðin um fæðingarvottorð Colman fékk engin viðbrögð og sendi þá ítrekun, en aftur gerðist ekkert. Hafi hún að lokum sent póst undir eigin nafni og farið fram á leiðréttingu. Hafi hún þá verið beðin um fæðingarvottorð af stjórnendum Wikipedia. Svaraði hún þá: „Fæðingarvottorð f****** hvers lituð þið á til að gera mig átta árum eldri en ég er?“ Leikkonan segir að fæðingardagurinn hafi að lokum verið leiðréttur, en í þættinum grínaðist hún með að hún hefði getað logið þannig að hún hefði getað verið skráð yngri en hún er í raun. Colman hefur vakið mikla athygli síðustu árin fyrir leik sinn í þáttunum Peep Show, Green Wing, The Night Manager og Broadchurch. Hún fékk á dögunum tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt sem Önnu drottningu í myndinni The Favorite. Þá mun hún fara með hlutverk Elísabetar Bretadrottningar í þriðju þáttaröð The Crown.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira