Ætti meira en tuttugu börn ef allar slúðurfréttirnar hefðu reynst réttar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 09:00 Slúðursögurnar um meintar barneignir Jennifer Aniston hafa lengi verið efniviður í fréttir hjá gulu pressunni. vísir/getty Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston, sem þekktust er fyrir leik sinn í gamanþáttunum Friends, ætti meira en tuttugu börn ef allar slúðurfréttirnar sem birst hafa í gulu pressunni í gegnum árin um að hún ætti von á barni, og jafnvel tvíburum eða þríburum, hefðu reynst réttar. Aðeins rúm vika er síðan forsíðu bandaríska slúðurtímaritsins In Touch prýddi gömul mynd af þeim Aniston og Brad Pitt, sem voru gift frá árinu 2000 til 2005, undir fyrirsögninni „Við eigum von á stelpu.“Fjallað er um „goðsagnir“ slúðurblaðanna um líf Aniston í umfjöllun á vef New York Times. Þar segir að In Touch hafi verið með svipaða forsíðu um Aniston og Pitt í október síðastliðnum undir fyrirsögninni „Brad og Jen tilkynna um barnið! „Draumurinn okkar rættist loksins!““ Í júlí síðastliðnum var In Touch einnig með forsíðu um barneignir þeirra Aniston og Pitt og þá sagði tímaritið jafnframt frá því að þau væru nýgift.Forsíður In Touch-tímaritsins undanfarið um þau Brad og Jennifer hafa ekki verið sannleikanum samkvæmt.Tölvupóstar um meintar barneignir Aniston í hverri viku Tímaritið OK! hafði svo í maí á síðasta ári einnig verið með frétt um óléttu Aniston þar sem faðirinn var Pitt en blaðamaður New York Times, sem tók slúðurfréttirnar saman um meintar barneignir Aniston, komst að því að hún ætti um 24 börn ef fréttirnar hefðu í raun reynst sannar. Ef aðeins væru svo taldar þær fréttir sem birst hefðu í OK! hefði Aniston eignast 15 börn á síðustu fimm árum þar sem hún hefur verið ólétt níu sinnum, þar af tvisvar með tvíbura, auk þess sem hún var sögð hafa ættleitt þríbura. Stephen Huvane, fjölmiðlafulltrúi Aniston, segir hvorki rétt að hún sé ólétt né tekin aftur saman við Brad Pitt. „Ég fæ tölvupósta um þetta í hverri viku: „Við erum að vinna að frétt um að Jennifer sé ólétt.“ Og ég svara: „Þetta er tilbúningur. Það sé enginn sannleikur í þessu eða að þetta sé fáránlegt og algjörlega ósatt.“ Og svo birtist fréttin,“ segir Huvane.Sagan skipti meira máli en smáatriðin Í umfjöllun New York Times segir að það sé ekkert launungarmál hvers vegna slúðurtímarit birti falskar fréttir. Tímaritin, líkt og aðrir prentmiðlar, eigi í vök að verjast á tímum netsins og ritstjórnir þeirra eru ekki jafn fjölmennar og áður en það þarf ágætis mannskap til þess að grafa upp alvöru „skúbb“ um fræga fólkið. „Hegðun sem byggist á algóriþma var til löngu áður en það var til eitthvað sem heitir algóriþmi,“ segir Janice Min, fyrrverandi aðalritstjóri Hollywood Reporter og Us Weekly. Hún segir að hvort sem málið snúist um stjórnmálamenn eða Hollywood-stjörnur þá sé það sagan sem skipti lesendur máli frekar en smáatriðin og það viti gula pressan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Sjá meira
Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston, sem þekktust er fyrir leik sinn í gamanþáttunum Friends, ætti meira en tuttugu börn ef allar slúðurfréttirnar sem birst hafa í gulu pressunni í gegnum árin um að hún ætti von á barni, og jafnvel tvíburum eða þríburum, hefðu reynst réttar. Aðeins rúm vika er síðan forsíðu bandaríska slúðurtímaritsins In Touch prýddi gömul mynd af þeim Aniston og Brad Pitt, sem voru gift frá árinu 2000 til 2005, undir fyrirsögninni „Við eigum von á stelpu.“Fjallað er um „goðsagnir“ slúðurblaðanna um líf Aniston í umfjöllun á vef New York Times. Þar segir að In Touch hafi verið með svipaða forsíðu um Aniston og Pitt í október síðastliðnum undir fyrirsögninni „Brad og Jen tilkynna um barnið! „Draumurinn okkar rættist loksins!““ Í júlí síðastliðnum var In Touch einnig með forsíðu um barneignir þeirra Aniston og Pitt og þá sagði tímaritið jafnframt frá því að þau væru nýgift.Forsíður In Touch-tímaritsins undanfarið um þau Brad og Jennifer hafa ekki verið sannleikanum samkvæmt.Tölvupóstar um meintar barneignir Aniston í hverri viku Tímaritið OK! hafði svo í maí á síðasta ári einnig verið með frétt um óléttu Aniston þar sem faðirinn var Pitt en blaðamaður New York Times, sem tók slúðurfréttirnar saman um meintar barneignir Aniston, komst að því að hún ætti um 24 börn ef fréttirnar hefðu í raun reynst sannar. Ef aðeins væru svo taldar þær fréttir sem birst hefðu í OK! hefði Aniston eignast 15 börn á síðustu fimm árum þar sem hún hefur verið ólétt níu sinnum, þar af tvisvar með tvíbura, auk þess sem hún var sögð hafa ættleitt þríbura. Stephen Huvane, fjölmiðlafulltrúi Aniston, segir hvorki rétt að hún sé ólétt né tekin aftur saman við Brad Pitt. „Ég fæ tölvupósta um þetta í hverri viku: „Við erum að vinna að frétt um að Jennifer sé ólétt.“ Og ég svara: „Þetta er tilbúningur. Það sé enginn sannleikur í þessu eða að þetta sé fáránlegt og algjörlega ósatt.“ Og svo birtist fréttin,“ segir Huvane.Sagan skipti meira máli en smáatriðin Í umfjöllun New York Times segir að það sé ekkert launungarmál hvers vegna slúðurtímarit birti falskar fréttir. Tímaritin, líkt og aðrir prentmiðlar, eigi í vök að verjast á tímum netsins og ritstjórnir þeirra eru ekki jafn fjölmennar og áður en það þarf ágætis mannskap til þess að grafa upp alvöru „skúbb“ um fræga fólkið. „Hegðun sem byggist á algóriþma var til löngu áður en það var til eitthvað sem heitir algóriþmi,“ segir Janice Min, fyrrverandi aðalritstjóri Hollywood Reporter og Us Weekly. Hún segir að hvort sem málið snúist um stjórnmálamenn eða Hollywood-stjörnur þá sé það sagan sem skipti lesendur máli frekar en smáatriðin og það viti gula pressan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Sjá meira