Markalaust hjá Aroni gegn Huddersfield | Öll úrslit dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar var á sínum stað á miðjunni hjá Cardiff í dag.
Aron Einar var á sínum stað á miðjunni hjá Cardiff í dag. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Cardiff sem gerði markalaust jafntefli við Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Huddersfield var mun meira með boltann í leiknum en leikurinn ekki mikið fyrir augað. Huddersfield er áfram á botninum með ellefu stig en Cardiff er í sautjánda sætinu með nítján stig.

Southampton er komið upp í sextánda sætið og upp úr fallsæti eftir 2-1 sigur á Southampton á útivelil þrátt fyrir að hafa verið einum færri lengstum.

James Ward Prowse kom Southampton yfir á ellefu mínútu en Yann Valery fékk tvö gul spjöld á ellefu mínútum í fyrri hálfleik og var sendur í sturtu á 45. mínútu.

Fjörinu var ekki lokið í fyrri hálfleik því skömmu eftir að Valery hafði fengið sitt annað gula spjald þá tvöfaldaði Shane Long forystuna fyrir Southampton.

Wilfred Ndidi minnkaði muninn fyrir Southampton á 58. mínútu en nær komust þeir ekki og öflugur sigur Southampton. Leicester er í áttunda sætinu með 31 stig.

Watford vann 2-1 sigur á Watford á Selhurst Park. Palace komst yfir með sjáfsmarki Craig Cathcart á 38. mínútu en hann bætti upp fyrir mistökin á 67. mínútu er hann jafnaði metin.

Það var svo fyrrum Manchester United-maðurinn, Tom Cleverley, sem skoraði sigurmarkið stundarfjórðungi fyrir leikslok og tryggði Watford góðan útisigur.

Watford er að gera flotta hluti. Þeir eru í sjöunda sætinu með 32 stig en Crystal Palace er í fjórtánda sætinu með 22 stig.

Öll úrslit dagsins:

West Ham - Arsenal 0-1

Brighton - Liverpool 0-1

Burnley - Fulham 2-1

Cardiff - Huddersfield 0-0

Crystal Palace - Watford 1-2

Leicester - Souhampton 1-2

17.30 Chelsea - Newcastle

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira