Dýrmætur sigur Everton

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Everton fögnuðu vel
Leikmenn Everton fögnuðu vel vísir/getty
Everton náði í mikilvægan sigur þegar liðið lagði Bournemouth að velli á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn byrjaði af miklum krafti og áttu bæði lið ágæt færi snemma leiks. Það voru hinsvegar gestirnir í Bournemouth sem tóku leikinn yfir snemma og voru Evertonmenn stálheppnir að lenda ekki undir þegar David Brooks átti skot í stöngina á 14. mínútu.

Áfram héldu gestirnir að sækja en náðu ekki að uppskera mark og þegar leið á hálfleikinn sóttu heimamenn í sig veðrið. Þeir áttu ágætis kafla undir lok fyrri hálfleiks og Michael Keane átti skalla sem sleikti þverslána á 42. mínútu.

Markið kom hins vegar ekki og það var því jafnt og markalaust er liðin gengu til búningsherbergja þó hálfleikurinn hafi verið nokkuð fjörugur.

Marco Silva hefur aðeins látið blása úr hárþurrkunni í hálfleik því Evertonmenn mættu af krafti út í seinni hálfleikinn.

Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæra sendingu inn á teiginn sem Bernard náði ekki að nýta sér og Nathan Ake bjargaði á línu eftir skot Richarlison upp úr klafsi í teignum.

Zouma kemur Everton yfir með góðum skallavísir/getty
Fyrsta mark leiksins kom svo á 61. mínútu þegar Lucas Digne sendi fasta fyrirgjöf inn í teiginn og Kurt Zouma stangaði boltann í netið. Markið hafði legið í loftinu eftir pressu Everton í seinni hálfleiknum.

Gestirnir gáfust þó alls ekki upp og áttu sín færi. Þegar komið var á lokamínútur leiksins lágu þeir á marki Everton og fengu hverja hornspyrnuna á fætur annari, en allt kom fyrir ekki.

Seint í uppbótartímanum skoraði Dominic Calvert-Lewin seinna mark Everton og tryggði sigurinn, það reyndist síðasta spyrna leiksins, mikilvægur 2-0 sigur í höfn.

Everton fer því upp í 10. sætið og er komið í efri hluta deildarinnar á ný. Bournemouth situr sem fastasst í 12. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira