Sjötti sigur Solskjær í sex leikjum: Rashford með sigurmarkið og De Gea skellti í lás

Anton Ingi Leifsson skrifar
David De Gea fagnar.
David De Gea fagnar. vísir/getty
Manchester United hafði betur gegn Tottenham, 1-0, í stórleik helgarinnar í enska boltanunm. Sigurmarkið skoraði Marcus Rashford en maður leiksins var markvörðurinn David de Gea.

Ole Gunnar Solskjær heldur áfram að gera frábæra hluti með Manchester United en liðið hefur unnið alla sex leiki sína undir stjórn Solskjær til þessa.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. David de Gea var funheitur í  marki Manchester United og United treysti á hraðar skyndisóknir með þá Martial, Rashford og Lingard í fremstu víglínu.

Fyrsta og eina mark leiksins kom einmitt úr hraðri skyndisókn einni mínútu fyrir . Paul Pogba sendi stórkostlega sendingu inn á Marcus Rashford sem gerði engin mistök og kom boltanum framhjá Hugo Lloris.

Tottenham sótti og sótti í síðari hálfleik. Þeir komust oft í góð færi en það var oftar en ekki stöðvuðust sóknirnar á Spánverjanum, David De Gea.

Hann átti algjörlega magnaðan leik. Það skipti engu máli hver komst í færin hjá Tottenham því alltaf náði Spánverjinn að koma sér fyrir boltann. Mögnuð frammistaða hjá honum.

Það var hart sótt að United en þeir náðu að halda fengnum hlut. Mikilvægur 1-0 sigur United og fimmti sigur United í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Norðmannsins. Glæsileg byrjun hans.

United er komið með jafn mörg stig og Arsenal í fimmta til sjötta sæti deildarinnar, eða 41, en Tottenham er í þriðja sætinu með 58 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira