Aukaspyrnumark Ceballos tryggði Real mikilvægan sigur gegn Betis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ceballos var hetja Real í kvöld.
Ceballos var hetja Real í kvöld. vísir/getty
Það stóð tæpt er Real Madrid vann 2-1 sigur á Real Betis á útivelli er liðin mættust í nítjándu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Real komst yfir með marki Króatans, Luka Modric, á þrettándu mínútu og allt leit vel út fyrir Real í hálfleik sem hefur gengið brösuglega á tímabilinu.

Sergio Canales jafnaði metin á 67. mínútu en það var fyrrum Betis-maðurinn, Dani Ceballos, sem skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok með marki beint úr aukaspyrnu. MIkilvæg þrjú stig til Real Madrid.

Real er eftir sigurinn í fjórða sætin með 33 stig en þeir eru tíu stigum á eftir toppliði Barcelona. Real Betis er í sjöunda sætinu með 26 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira