Enski boltinn

Sarri: Chelsea getur unnið bestu landslið heims

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Maurizio Sarri.
Maurizio Sarri. vísir/getty
Maurizio Sarri segir lærisveina sína í Chelsea geta unnið enska landsliðið í fótbolta en samt vera langt frá því að ná sínu besta.

Sarri sagðist engann áhuga hafa haft á heimsmeistaramótinu síðasta sumar og að öll félagslið í hæsta gæðaflokki gætu unnið bestu landslið heims.

„Við erum ekki í lægri klassa heldur en enska landsliðið. Við getum gert jafntefli, tapað og unnið. Ég hef kannski haft meiri tíma heldur en landsliðsþjálfarar, en samt ekki nægan tíma til þess að skipuleggja liðið eins og ég vil,“ sagði Ítalinn en hann tók við Chelsea í sumar.

„Allir þjálfarar hugsa eins og ég, en það eru ekki margir sem segja það. Það er ómögulegt að skipuleggja lið almennilega á 30 dögum. Öll liðin á HM myndu tapa gegn félagsliði í hæsta gæðaflokki.“

Chelsea vann góðan 2-1 sigur á Newcastle í gærkvöldi þar sem sigurmarkið kom frá Brasilíumanninum Willian. Chelsea er nú með fína forystu í baráttunni um fjórða sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×