Handbolti

Tírólasveit tók Víkingaklappið í Bjórgarðinum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson í München skrifar
Skúli fúli með hendur í vösum.
Skúli fúli með hendur í vösum. vísir/tom
Víkingaklappið er svo sannarlega ekki dautt. Langt því frá. Handboltaáhugamenn í München vilja ólmir taka það við hvert tækifæri.

Vísir tók púlsinn á stemningunni í Ólympíuhöllinni fyrir leik Makedóníu og Barein en þúsundir manna eru mættir til að fylgjast með leiknum og gæða sér á bjór og mat og hlusta á góða músík.

Tírólasveit ein rölti um svæðið og spilaði nokkur lög og vakti mikla athygli. Þegar að hljómsveitarstjórinn komst að því að tökumaður Vísis væri frá Íslandi var hann ekki lengi að rífa þá sem sátu í Bjórgarðinum með í Víkingaklapp.

Hljómsveitin stýrði klappinu en einn meðlimurinn hafði reyndar engan áhuga á að taka þátt og stóð fúll með hendur í vösum.

Hér að neðan má sjá Víkingaklappið og smá brot af þessari annars skemmtilegu hljómsveit sem Sigurður Már Davíðsson, myndatökumaður Vísis og Stöðvar 2, tók.

Klippa: Tíróla Víkingaklapp

Tengdar fréttir

Minntust Kolbeins í München

Kolbeinn Aron Arnarson féll frá um jólin og var minnst af handboltaáhugamönnum í München.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×