Enski boltinn

Sjáðu markið sem færði Man United og Ole Gunnar sjötta sigurinn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Rashford fagnar hér sigurmarki sínu í gær.
Marcus Rashford fagnar hér sigurmarki sínu í gær. Getty/Chloe Knott
Gylfi Þór Sigurðsson og félegar unnu nauðsynlegan sigur og Marcus Rashford var hetja Manchester United í sunnudagsleikjum ensku úrvalsdeildarinnar.

Eins og alltaf þá er hægt að sjá mörkin úr ensku úrvalsdeildinni inn á Sjónvarpsvef Vísis og það er engin breyting á því eftir þessa viðburðarríku helgi.

Manchester United og Everton unnu bæði sína leiki í ensku úrvalsdeildinni í gær og bættu um leið stöðu sína í töflunni.

Manchester United náði Arsenal að stigum með sjötta sigurleiknum í röð undir stjórn Ole Gunnars Solskjær og Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton komust upp í efri hluta deildarinnar eftir 2-0 sigur á Bournemouth.

Marcus Rashford var hetja Manchester United en hann skoraði eina markið í leik liðsins við Tottenham á Wembley.

Rashford var að skora í þriðja deildarleiknum í röð og í fjórða leiknum af fimm síðan Ole Gunnar Solskjær tók við liði Manchester United.

David de Gea, markvörður Manchester United, átti líka frábæran dag og hélt hreinu þrátt fyrir nokkrar góða tilraunir frá leikmönnum Tottenham.

Öll mörkin úr leikjum gærdagsins sem og helstu tilþrifin má sjá hér að neðan.



Klippa: FT Tottenham 0 - 1 Manchester Utd




Klippa: FT Everton 2 - 0 Bournemouth




Klippa: Ole Gunnar Solskjaer Post Match Interview




Klippa: Mauricio Pochettino Post Match Interview

Tengdar fréttir

De Gea: Þetta er Manchester United

Spánverjinn var ótrúlegur er Manchester United vann sjötta sigurinn af sjö mögulegum undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×