Erlent

Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Theresa May.
Theresa May. vísir/epa
Theresa May forsætisráðherra Breta reynir nú allt hvað hún getur til að fá þingmenn til þess að samþykkja útgöngusamninginn sem hún gerði við ESB á síðasta ári, en örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu.

Atkvæðagreiðslunni var frestað á sínum tíma þar sem ljóst þótti að hann yrði kolfelldur.

Verkamannaflokkurinn hefur heitið því að leggja fram vantrauststillögu á May ef samningurinn verður felldur en ljóst er að stór hluti þingmanna íhaldsmanna mun greiða atkvæði gegn samningnum.

Jeremy Corbyn leiðtogi verkamanna segir nú að verði samningurinn felldur verði að boða til nýrra þingkosninga og taka stöðuna eftir það.

May heldur ræðu síðar í dag þar sem hún mun hvetja þingmenn til að kjósa með samningnum, enda séu miklar líkur á því að ekkert verði af útgöngu Breta úr ESB verði hann felldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×