Enski boltinn

De Gea eignaði sér forsíður ensku blaðanna í morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David de Gea fagnar sigri í gær.
David de Gea fagnar sigri í gær. Getty/Chris Brunskill
Sigur Manchester United og þá sérstaklega frammistaða spænska markvarðarins David de Gea var í aðalhlutverki á útsíðum ensku blaðanna í morgun.

Manchester United er búið að ná Arsenal að stigum í fimmta til sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir fimmta deildarsigurinn í röð. Manchester United vann 1-0 sigur á Tottenham í gær í fyrsta „alvöru“ prófi liðsins síðan að Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær tók við liðinu.

Spánverjinn David de Gea stóð var frábær í marki United í leiknum og náði að halda marki sínu hreinu annan deildarleikinn í röð.

Það þýddi jafnframt að eitt mark frá Marcus Rashford dugði Manchester United liðinu til að fara í burtu frá Wembley með öll þrjú stigin.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig De Gea eignaði sér forsíður ensku blaðanna í morgun.


Tengdar fréttir

De Gea: Þetta er Manchester United

Spánverjinn var ótrúlegur er Manchester United vann sjötta sigurinn af sjö mögulegum undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×