Enski boltinn

Messan: Liverpool-liðið er orðið fullorðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Salah skorar sigurmark leiksins.
Salah skorar sigurmark leiksins. vísir/getty
Frammistaða Liverpool um helgina heillaði strákana í Messunni enda segja þeir að liðið sé orðið þroskaðra og kunni að vinna leiki á annan hátt en áður.

„Mér fannst þetta svo fullorðinsleg frammistaða hjá þeim. Þeir tapa tveimur leikjum í röð og fara í snúinn útileik í Brighton. Þetta var engin flugeldasýning en leikurinn var aldrei í hættu hjá þeim,“ sagði Reynir Leósson afar hrifinn af liði Klopp.

„Þetta var frammistaða sem segir mér að Liverpool geti barist við City um titilinn allt til enda tímabilsins. Vörnin var frábær og Brighton kom varla skoti á markið. Þessi leikur sýndi mér hvað Liverpool-liðið er orðið þroskað.

Sjá má innslagið hér að neðan.



Klippa: Messan um Liverpool



Fleiri fréttir

Sjá meira


×