Handbolti

Strákarnir hans Dags frábærir gegn Spáni en það dugði ekki til

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/getty
Evrópumeistarar Spánverja þurftu að hafa mikið fyrir því að sigra lærisveina Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu á HM í handbolta í kvöld.

Japanir, sem höfðu tapað fyrstu tveimur leikjum sínum, skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins og náðu að koma í veg fyrir að Spánverjar skoruðu þar til á 9. mínútu er Raul Entrerrios skoraði loks fyrsta mark Spánar.

Spánverjar náðu þá að jafna í 4-4 og leikurinn var í járnum alveg þar til flautað var til hálfleiks. Þá var staðan orðin 10-11 Japan í vil.

Spánverjar byrjuðu seinni hálfleikinn á 6-1 kafla og var staðan allt í einu orðin 16-12. Þar var grunnurinn að sigrinum kominn, Japanarnir héldu áfram að spila gríðarlega vel og þeir héngu í þeim spænsku allt til leiksloka en náðu ekki að koma með áhlaupið sem þurfti. Lokatölur 26-22 fyrir Spán.

Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í sænska landsliðinu áttu ekki í neinum vandræðum með Angóla og unnu 37-19 sigur.

Frakkar völtuðu yfir Kóreu í A-riðli 34-23 eftir að staðan hafði verið 17-16 í hálfleik.

Þegar þremur umferðum af fimm í riðlakeppninni er lokið er staðan því svona:

A riðill

Frakkland, 6 stig

Þýskaland, 5 stig

Rússland, 4 stig

Brasilía, 2 stig

Serbía, 1 stig

Kórea, 0 stig

B riðill

Króatía, 6 stig

Spánn, 6 stig

Makedónía, 4 stig

Ísland, 2 stig

Japan, 0 stig

Barein, 0 stig

C riðill

Danmörk, 6 stig

Noregur, 6 stig

Austurríki, 2 stig

Túnis, 2 stig

Síle, 2 stig

Sádi Arabía, 0 stig

D riðill

Svíþjóð, 6 stig

Ungverjaland, 5 stig

Katar, 2 stig

Egyptaland, 2 stig

Angóla, 2 stig

Argentína, 1 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×