Enski boltinn

Solskjær áhrifin: Bara tveir leikmenn Manchester United eru ekki að spila betur síðan að hann tók við

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær stýrir skiptingu í leik Manchester United og Tottenham.
Ole Gunnar Solskjær stýrir skiptingu í leik Manchester United og Tottenham. Getty/Chris Brunskill
Átta af tíu leikmönnum Manchester United hafa bætt sinn leik eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við sem knattspyrnustjóri liðsins.

Tíu leikmenn hafa byrjað að minnsta kosti þrjá af fimm deildarleikjum Manchester United undir stjórn Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær og hafa því spilað nógu mikið.

Átta þesssara tíu leikmanna eru að spila betur en þeir gerðu hjá Jose Mourinho samkvæmt úttekt tölfræðisíðunnar WhoScored.

Það er ekki nóg með að Manchester United liðið er búið að vinna alla leiki sína undir stjórn Solskjær þá eru nánast allir leikmenn liðsins að spila betur undir stjórn Norðmannsins.





Aðeins tveir leikmenn Manchester United hafa ekki náð að bæta sinn leik og það eru þeir Ashley Young og Anthony Martial.

Anthony Martial skoraði sjö mörk í síðustu níu deildarleikjum Jose Mourinho og það er því ekkert mjög skrýtið að framlag hans hafi minnkað þegar aðrir hafa bætt sig.

Meðal leikmannanna sem hafa bætt sig í tölfræði WhoScored síðan að Solskjær tók við eru þeir Luke Shaw, Victor Lindelof, Ander Herrera, David De Gea, Nemanja Matic og Jesse Lingard.

Mesta breytingin hefur hinsvegar orðið á þeim Marcus Rashford og Paul Pogba sem hafa báðir tekið risastökk síðan að Solskjær mætti á svæðið.

Marcus Rashford hefur skorað í fjórum af fimm leikjum og skoraði meðal annars sigurmarkið á móti Tottenham um helgina.

Paul Pogba hefur bætt sig mest allra en hann hefur farið úr því að vera út í kuldanum hjá Jose Mourinho í að fá frjálst hlutverk inn á miðju Manchester United undir stjórn Solskjær.

Pogba hefur svarað því með því að koma með beinum hætti að átta af fimmtán mörkum Manchester United í þessum fimm deildarleikjum. Hann lagði upp sigurmark Rashford um helgina og er með fjögur mörk og fjórar stoðsendingar í þessum fimm leikjum undir stjórn Ole Gunnar.

Það má lesa meira um þetta hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×