Enski boltinn

Cech leggur skóna á hilluna eftir tímabilið: Frábærum ferli að ljúka

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cech í leik með Arsenal.
Cech í leik með Arsenal. visir/getty
Petr Cech, markvörður Arsenal, hefur tilkynnt að hann hyggst leggja skóna á hilluna eftir tímabilið eftir að hafa leikið í atvinnumennsku í tuttugu ár.

Cech hefur leikið með Arsenal frá 2015 en hann gekk í raðir Arsenal frá Chelsea þar sem hann lék í ellefu ár áður. Einnig spilaði hann með Rennes í Frakklandi.

Tékkneski markvörðurinn hefur verið í fimmtán ár í enska boltanum en hann hann allt sem hann gat unnið í enska boltanum frá því að hann kom frá Rennes 2014.

„Að hafa spilað í fimmtán ár í ensku úrvalsdeildinni og unnið allt sem ég get unnið, þá finnst mér eins og ég hafi náð öllu sem ég ætlaði að ná,“ sagði Cech eftir tilkynninguna.

Saga Cech er ótrúleg í enska boltanum. Hann vann ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum og enska bikarinn sex sinnum. Einnig var hann í sigurliði Chelsea í Meistaradeildinni tímabilið 2011/2012 og í Evrópudeildinni 2012/2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×