Innlent

Heimilt að setja viðbótartryggingar vegna salmonellu

Birgir Olgeirsson skrifar
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fréttablaðið/Pjetur
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur heimilað íslenskum stjórnvöldum að setja sérstakar viðbótartryggingar vegna salmonellu í kjúklingakjöti, hænueggjum og í kalkúnakjöti. Þetta felur í sér að við innflutning á þessum matvælum skuli fylgja vottorð sem byggi á sérstökum salmonella rannsóknum á viðkomandi vöru áður en hún er flutt til landsins frá öðrum EES löndum. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sótti um umræddar viðbótartryggingar hinn 4. júlí sl.

Ástæða þess að ESA heimilar íslenskum stjórnvöldum að setja skilyrði um umræddar viðbótartryggingar vegna innflutnings er að á Íslandi er tíðni salmonellu mjög lág og í gildi er fullnægjandi landsáætlun um varnir og viðbrögð við henni.

„Þetta eru virkilega ánægjulegar fréttir. Umræða um mögulega umsókn Íslands um viðbótartryggingar hefur komið upp reglulega undanfarin ár en við settum mikinn kraft í þessa vinnu á fyrri hluta síðasta árs sem lauk síðan með formlegri umsókn síðasta sumar. Þetta er ein varðan á þeirri vegferð sem framundan er að tryggja enn betur öryggi matvæla og vernd búfjárstofna,“ er haft eftir Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×