May reynir að ná þverpólitískri sátt um Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2019 10:41 Búast má við því að gestkvæmt verði í Downing-stræti 10 í dag. Vísir/EPA Búist er við því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundi með hörðustu stuðningsmönnum Brexit í þingflokki Íhaldsflokksins og flokki norðurírskra sambandssinna í dag. Ríkisstjórn May stóð af sér vantrauststillögu í þinginu í gær. Verkamannaflokkurinn ætlar ekki að ræða við May fyrr en hún útilokar útgöngu án samnings um framtíðarsamskipti við Evrópu. Útgöngusamningi May var hafnað með miklum meirihluta í þinginu á þriðjudagskvöld. Rær hún nú öllum árum að því að ná sátt um hvernig staðið verður að útgöngunni sem áformað er að eigi sér stað 29. mars. „Ég býð þingmönnum úr öllum flokkum að koma saman og finna leið áfram. Nú er tíminn til að leggja eiginhagsmuni á hilluna,“ sagði May eftir að hún stóð af sér vantraustið í gær. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hafnaði því boði hins vegar og sagði flokkinn ekki tilbúinn í viðræður nema May útilokaði að draga Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Það vildi May ekki gera í gærkvöldi.Breska ríkisútvarpið BBC segir að fleiri ráðherrar í ríkisstjórn hennar muni funda með leiðtogum stjórnarandstöðunnar um framhaldið í dag. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar eru einnig mótfallnir útgöngu án samnings. Þannig sagði Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, að frestur á útgöngudagsetningunni, útilokun á útgöngu án samnings og möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu væru forsendur viðræðna um framhaldið. Í svipaðan streng tekur leiðtogi velskra sjálfstæðisinna á breska þinginu. Frjálslyndir demókratar vilja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 May stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, gegn ríkisstjórn Theresu May var felld á breska þinginu nú fyrir skömmu. 16. janúar 2019 19:15 Útilokaði ekki Brexit án samnings Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, ekki hafa viljað taka þátt í viðræðum um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í kjölfar þess að þingið hafnaði samningi May í gær en felldi vantrauststillögu gegn ríkisstjórn hennar nú í kvöld. 16. janúar 2019 22:20 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Búist er við því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundi með hörðustu stuðningsmönnum Brexit í þingflokki Íhaldsflokksins og flokki norðurírskra sambandssinna í dag. Ríkisstjórn May stóð af sér vantrauststillögu í þinginu í gær. Verkamannaflokkurinn ætlar ekki að ræða við May fyrr en hún útilokar útgöngu án samnings um framtíðarsamskipti við Evrópu. Útgöngusamningi May var hafnað með miklum meirihluta í þinginu á þriðjudagskvöld. Rær hún nú öllum árum að því að ná sátt um hvernig staðið verður að útgöngunni sem áformað er að eigi sér stað 29. mars. „Ég býð þingmönnum úr öllum flokkum að koma saman og finna leið áfram. Nú er tíminn til að leggja eiginhagsmuni á hilluna,“ sagði May eftir að hún stóð af sér vantraustið í gær. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hafnaði því boði hins vegar og sagði flokkinn ekki tilbúinn í viðræður nema May útilokaði að draga Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Það vildi May ekki gera í gærkvöldi.Breska ríkisútvarpið BBC segir að fleiri ráðherrar í ríkisstjórn hennar muni funda með leiðtogum stjórnarandstöðunnar um framhaldið í dag. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar eru einnig mótfallnir útgöngu án samnings. Þannig sagði Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, að frestur á útgöngudagsetningunni, útilokun á útgöngu án samnings og möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu væru forsendur viðræðna um framhaldið. Í svipaðan streng tekur leiðtogi velskra sjálfstæðisinna á breska þinginu. Frjálslyndir demókratar vilja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 May stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, gegn ríkisstjórn Theresu May var felld á breska þinginu nú fyrir skömmu. 16. janúar 2019 19:15 Útilokaði ekki Brexit án samnings Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, ekki hafa viljað taka þátt í viðræðum um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í kjölfar þess að þingið hafnaði samningi May í gær en felldi vantrauststillögu gegn ríkisstjórn hennar nú í kvöld. 16. janúar 2019 22:20 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00
May stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, gegn ríkisstjórn Theresu May var felld á breska þinginu nú fyrir skömmu. 16. janúar 2019 19:15
Útilokaði ekki Brexit án samnings Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, ekki hafa viljað taka þátt í viðræðum um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í kjölfar þess að þingið hafnaði samningi May í gær en felldi vantrauststillögu gegn ríkisstjórn hennar nú í kvöld. 16. janúar 2019 22:20