Handbolti

Viktor Gísli æfir með dönsku stórliði

Tómas Þór Þórðarson í München skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson hefur verið undir smásjá stórliða í marga mánuði.
Viktor Gísli Hallgrímsson hefur verið undir smásjá stórliða í marga mánuði. vísir
Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Fram í Olís-deild karla í handbolta æfir í dag og á morgun með danska stórliðinu GOG en hann flaug til Danmerkur í gær.

GOG leitar nú logandi ljósi að markverði fyrir næstu leiktíð þar sem að reynsluboltinn Ole Erevik er að leggja skóna á hilluna og vilja forráðamenn á Fjóni sjá Viktor Gísla á æfingum.

Samkvæmt heimildum Vísis er GOG áhugasamt um að fá þennan bráðefnilega 18 ára gamla markvörð í sínar raðir og gæti hann fengið samning hjá danska liðinu ef hann stendur sig vel.

GOG er eitt stærsta og sögufrægasta liðið í dönsku úrvalsdeildinni en liðið er í harðri toppbaráttu í deildinni á þessari leiktíð.

Óðinn Þór Ríkharðsson, hornamaðurinn knái, spilar með GOG en hann fór þangað frá FH í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×