Enski boltinn

Norwich setur pressu á Leeds á toppnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Finninn Pukki skoraði fyrsta mark leiksins
Finninn Pukki skoraði fyrsta mark leiksins vísir/getty
Norwich City minnkaði forystu Leeds á toppi ensku Championshipdeildarinnar niður í eitt stig með öruggum sigri á Brimingham City í kvöld.

Norwich var í þriðja sætinu fyrir leikinn, fyrir neðan Sheffield United á markatölu, en klifraði aftur upp í annað sæti með sigrinum í kvöld. Bæði Leeds og Sheffield eiga þó leik til góða. Birmingham fer niður í níunda sætið, fellur niður fyrir Nottingham Forest á markatölu.

Fyrsta mark leiksins kom frá Teemu Pukki á 13. mínútu leiksins. Finninn potar boltanum í netið á nærstöng eftir fyrirgjöf frá Jamal Lewis. Norwich ekki lengi að koma sér í forystu og það verðskuldað.

Gestirnir frá Birmingham voru hins vegar bara áttatíu og átta sekúndur að jafna leikinn. Che Adams hamraði boltann í netið framhjá Tim Krul.

Á 21. mínútu komst Norwich aftur yfir með marki frá Mario Vrancic og fjórum mínútum síðar skoraði Tom Trybull með skalla. Staðan orðin 3-1 og ekki hálftími liðinn af leiknum.

Norwich óð í færum það sem eftir lifði fyrri hálfleik en náði ekki að nýta sér þau.

Seinni hálfleikurinn var mun rólegri og ekki kom eitt einasta mark í hann. Lokatölur í leiknum 3-1 og Kanarífuglarnir fara sáttir inn í helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×