Heilbrigðisstefnan 2030, athugasemdir Reynir Arngrímsson skrifar 2. janúar 2019 07:00 Læknafélag Íslands hefur fjallað um drög að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og telur margt vera jákvætt sem fram hefur komið, en þó þurfi málið frekari umfjöllunar við. Þeir þættir, sem LÍ telur að betur megi fara og eða vanti í stefnudrögin hafa verið tíundaðir í ítarlegri greinargerð og sendir heilbrigðisráðuneytinu. Í fyrsta lagi telur LÍ að eðlilegt og rétt hefði verið að hafa viðameira og ítarlegra samráð við hagsmunaaðila við undirbúning þessarar stefnumótunar. Þá er miður að ekkert samráð virðist hafa verið haft við veitendur sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa og stefnumörkun um þann hluta heilbrigðiskerfisins of takmarkaður að mati LÍ og þarfnist frekari skoðunar. Í heilbrigðisstefnuna vantar ákvæði um að öll þjónusta innan heilbrigðiskerfisins sem greidd er af opinberum aðilum skuli byggjast á gagnreyndum fræðum. Umönnun sem veitt er án þess að til hafi komið sjúkdómsgreining og stofnað hafi verið til viðeigandi meðferðar af hálfu læknis er ógnun við gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu, segir í sameiginlegri yfirlýsingu stærstu læknasamtaka í Evrópu 2018, um áherslu á lykilhlutverk lækna í sjúkdómgreiningu, meðferð og þverfaglegri umönnun sjúklinga. Þá hefur sóttvarnalæknir bent á að ekkert eða lítið er fjallað um mikilvæg atriði er snerta varnir og viðbrögð við alvarlegum smitsjúkdómum og öðrum sjúkdómum er ógnað geta almannaheill, þ.m.t. vöktun og viðbrögð við smitsjúkdómum, sýkingum eða heilsuvá vegna eiturefna eða mengunar. Í heilbrigðisstefnu þarf að fjalla um heilbrigðisöryggi landsmanna.Ekkert um réttindi sjúklinga Í drögunum er ekkert ákvæði um réttindi sjúklinga og sjúkratryggingarétt. Hvergi er vikið að umboðsmanni sjúklinga og ekki er fjallað um sjúklingasamtök. LÍ leggur til að í stefnuna komi markmið um að árið 2030 verði búið að stofna heildarsjúklingasamtök sem hafi tryggan faglegan og rekstrarlegan grunn. LÍ varar við þeim hugmyndum í heilbrigðisstefnunni að notendur heilbrigðisþjónustunnar séu sviptir réttindum til að velja sér þá þjónustu sem þeir telja sig þurfa og þjónustuaðila til að veita hana. LÍ er ósammála þeim uppgjafartóni sem er í heilbrigðisstefnunni gagnvart því verkefni að manna grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og að fullnægjandi geti talist að í hennar stað komi fjarheilbrigðisþjónusta. Ekkert er fjallað um rétt til öldrunarþjónustu eða endurhæfingar. Einnig vantar í stefnuna umfjöllun um velferð og starfsþróun mannauðs heilbrigðiskerfisins. Hvergi er minnst á úrbætur er varða vinnutilhögun, sveigjanleika í starfi, heilbrigði og vellíðan starfsmanna, né að stuðlað skuli að mótvægisaðgerðum gegn álagsþáttum í starfi og vinnuumhverfi. Alveg vantar ákvæði um lágmarksöryggisviðmið í mönnun starfseininga innan heilbrigðiskerfisins. Ekkert markmið er um öryggi starfsmanna. Efling læknisþjónustunnar lykilatriði Endurskoðunar á stjórnskipulagi heilbrigðisstofnana er hvergi getið. LÍ telur hugmyndir um aukið hlutverk forstjóra heilbrigðisstofnana óheppilegt fyrirkomulag. Gæta þurfi þess að þeir hafi ekki bæði með framkvæmd og eftirlit að gera eins og skilja má á drögunum með vanreifun á hugmynd um umdæmisstjórn þeirra. LÍ leggst gegn því að stofnað verði til fleiri stjórnunarlaga í heilbrigðiskerfinu. Bent skal á að hlutfall heimilislækna er lágt á Íslandi og þarf að auka. Hlutfall lækna í starfsmannahópi Landspítala er lægra en á sambærilegum háskólasjúkrahúsum skv. skýrslu McKinsey og Company frá 2016 um lykilinn að fullnýtingu tækifæra Landspítalans, íslenska heilbrigðiskerfið á krossgötum sem unnin var fyrir Alþingi. Með fjölgun lækna verður þjónusta heilbrigðiskerfisins skilvirkari, legudögum á sjúkrahúsum getur fækkað og þörf á hjúkrunarþjónustu og kostnaður vegna hennar getur lækkað skv. skýrslunni. Í drögum að heilbrigðisstefnu 2030 er horft fram hjá þessum mikilvægu ábendingum. Tryggja þarf óhindrað aðgengi að læknisþjónustu og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Heilbrigðisöryggi landsmanna byggir á stöðugri endurnýjun og nýliðun í hópi lækna og aðgengi að þjónustu þeirra og þekkingu. LÍ treystir því að ábendingar félagsins um breytingar og viðbætur við stefnudrögin fái hljómgrunn þannig að í tillögum að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030, þegar hún verður lögð fyrir Alþingi á vorþingi, verði búið að taka tillit til þeirra.Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Læknafélag Íslands hefur fjallað um drög að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og telur margt vera jákvætt sem fram hefur komið, en þó þurfi málið frekari umfjöllunar við. Þeir þættir, sem LÍ telur að betur megi fara og eða vanti í stefnudrögin hafa verið tíundaðir í ítarlegri greinargerð og sendir heilbrigðisráðuneytinu. Í fyrsta lagi telur LÍ að eðlilegt og rétt hefði verið að hafa viðameira og ítarlegra samráð við hagsmunaaðila við undirbúning þessarar stefnumótunar. Þá er miður að ekkert samráð virðist hafa verið haft við veitendur sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa og stefnumörkun um þann hluta heilbrigðiskerfisins of takmarkaður að mati LÍ og þarfnist frekari skoðunar. Í heilbrigðisstefnuna vantar ákvæði um að öll þjónusta innan heilbrigðiskerfisins sem greidd er af opinberum aðilum skuli byggjast á gagnreyndum fræðum. Umönnun sem veitt er án þess að til hafi komið sjúkdómsgreining og stofnað hafi verið til viðeigandi meðferðar af hálfu læknis er ógnun við gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu, segir í sameiginlegri yfirlýsingu stærstu læknasamtaka í Evrópu 2018, um áherslu á lykilhlutverk lækna í sjúkdómgreiningu, meðferð og þverfaglegri umönnun sjúklinga. Þá hefur sóttvarnalæknir bent á að ekkert eða lítið er fjallað um mikilvæg atriði er snerta varnir og viðbrögð við alvarlegum smitsjúkdómum og öðrum sjúkdómum er ógnað geta almannaheill, þ.m.t. vöktun og viðbrögð við smitsjúkdómum, sýkingum eða heilsuvá vegna eiturefna eða mengunar. Í heilbrigðisstefnu þarf að fjalla um heilbrigðisöryggi landsmanna.Ekkert um réttindi sjúklinga Í drögunum er ekkert ákvæði um réttindi sjúklinga og sjúkratryggingarétt. Hvergi er vikið að umboðsmanni sjúklinga og ekki er fjallað um sjúklingasamtök. LÍ leggur til að í stefnuna komi markmið um að árið 2030 verði búið að stofna heildarsjúklingasamtök sem hafi tryggan faglegan og rekstrarlegan grunn. LÍ varar við þeim hugmyndum í heilbrigðisstefnunni að notendur heilbrigðisþjónustunnar séu sviptir réttindum til að velja sér þá þjónustu sem þeir telja sig þurfa og þjónustuaðila til að veita hana. LÍ er ósammála þeim uppgjafartóni sem er í heilbrigðisstefnunni gagnvart því verkefni að manna grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og að fullnægjandi geti talist að í hennar stað komi fjarheilbrigðisþjónusta. Ekkert er fjallað um rétt til öldrunarþjónustu eða endurhæfingar. Einnig vantar í stefnuna umfjöllun um velferð og starfsþróun mannauðs heilbrigðiskerfisins. Hvergi er minnst á úrbætur er varða vinnutilhögun, sveigjanleika í starfi, heilbrigði og vellíðan starfsmanna, né að stuðlað skuli að mótvægisaðgerðum gegn álagsþáttum í starfi og vinnuumhverfi. Alveg vantar ákvæði um lágmarksöryggisviðmið í mönnun starfseininga innan heilbrigðiskerfisins. Ekkert markmið er um öryggi starfsmanna. Efling læknisþjónustunnar lykilatriði Endurskoðunar á stjórnskipulagi heilbrigðisstofnana er hvergi getið. LÍ telur hugmyndir um aukið hlutverk forstjóra heilbrigðisstofnana óheppilegt fyrirkomulag. Gæta þurfi þess að þeir hafi ekki bæði með framkvæmd og eftirlit að gera eins og skilja má á drögunum með vanreifun á hugmynd um umdæmisstjórn þeirra. LÍ leggst gegn því að stofnað verði til fleiri stjórnunarlaga í heilbrigðiskerfinu. Bent skal á að hlutfall heimilislækna er lágt á Íslandi og þarf að auka. Hlutfall lækna í starfsmannahópi Landspítala er lægra en á sambærilegum háskólasjúkrahúsum skv. skýrslu McKinsey og Company frá 2016 um lykilinn að fullnýtingu tækifæra Landspítalans, íslenska heilbrigðiskerfið á krossgötum sem unnin var fyrir Alþingi. Með fjölgun lækna verður þjónusta heilbrigðiskerfisins skilvirkari, legudögum á sjúkrahúsum getur fækkað og þörf á hjúkrunarþjónustu og kostnaður vegna hennar getur lækkað skv. skýrslunni. Í drögum að heilbrigðisstefnu 2030 er horft fram hjá þessum mikilvægu ábendingum. Tryggja þarf óhindrað aðgengi að læknisþjónustu og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Heilbrigðisöryggi landsmanna byggir á stöðugri endurnýjun og nýliðun í hópi lækna og aðgengi að þjónustu þeirra og þekkingu. LÍ treystir því að ábendingar félagsins um breytingar og viðbætur við stefnudrögin fái hljómgrunn þannig að í tillögum að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030, þegar hún verður lögð fyrir Alþingi á vorþingi, verði búið að taka tillit til þeirra.Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun